Handverkshátíðin á Hrafnagili 10. til 13. ágúst 2006.

Félag trérennismiða á Íslandi tók þátt í handverkssýningunni á Hrafnagili.

Opnunardaginn var settur upp bás, fyrir sýningarmuni eftir ýmsa félagsmenn, í einni kennslustofu Hrafnagilsskóla. Þröngt var um okkur á básnum í skólastofunni og erfitt að halda utan um tvær stöðvar. Því var ákveðið að flytja sýningarmunina út í stóra tjaldið.

Myndir úr básnum inni í kennslustofu Hrafnagilsskóla.

Komin út í næsta bás.

Þröngt og erfitt að athafna sig.


Búið að koma sér fyrir úti í stóra tjaldinu!


Allt önnur og ólíkt betri staðsettning.

Allt ferlið á einum stað.

 

Kátir félagar eftir fluttninginn.

Mun léttari á brún enn við opnunina.

Einnig var pláss fyrir rennibekk og kynningarefni félagsins í stóra tjaldinu á sýningarsvæðinu. Þar sátu eða stóðu ýmsir handverksmenn og konur og sýndu gestum og gangandi hvernig þau bera sig að við sköpunarverk sitt.

Einróma álit allra sem að þessu stóðu var að þar nytu munirnir sín mun betur og áttu þar frekar heima.
Fyrir svo utan það hvað það var auðveldara að standa fyrir kynningu á félagsskapnum sem var megin markmiðið.

Gaman var að sjá hve mikið var um tréverk í stóra tjaldinu og víðar á sýningunni, bæði rent,hoggið og tálgað.

Útskorin bústofn,fuglar og fólk eftir systurnar
Ragnhildi og Helgu Magnúsdætur.

"bara" Haukur Trampe

Bjarni Þór klárar að höggva Bergþór bergbúa sem bjó á Bláfelli.
Enn Bjarni Þór Kristjánsson og Jón Adolf Steinólfsson unnu saman að því að skera þennan risa, sem gerður er eftir hugmynd Guðmundar Magnússonar um minjagrip með skírskotun í sögu og menningu. Bolurinn mun vera rétt um hálft tonn að þingd og er ættaður úr Haukadal og er honum ætlaður staður fyrir utan Geysisstofu.

Stæðilegasta tröll þessi Bergþór í Bláfelli.

Ragnar Arason frá Hornafirði, Júlíus Guðmundsson úr Kópavogi og Jóhanna Haraldsdóttir frá Selfossi, enn ekki náðist í mynd af henni.

Í íþróttahúsinu voru nokkrir rennismiðir,
þar á meðal þessir tveir sem náðust á mynd.

 


Þarna í tjaldinu var mikið unnið og margvíslegt verklag kynnt. Þarna voru trérennismiðir að renna: Handverksmaður ársins, Helga Magnúsdóttir sat ásamt systur sinni Ragnhildi og tálguðu þær bæði dýr og fólk. Þarna var unnið í tré, leir, hör, horn, sylfur, gler og margt margt fleira sem gamann var að sjá.

Inni í íþróttahúsinu var einnig mikið um fallegt og vel unnið handverk. Einnig þar var þó nokkuð um verk unnin í tré og einir þrír trérennismiðir.

Ákveðið var að færa, Dórótheu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Handverkshátíðar 2006, renda skál eftir Valgeir Benediktsson.