Ferð Úlla og Kalla á alþjóðlega trésmíðasýningu í Alaxsandra Palace London 9. til 11. febrúar 2007

Félagarnir Úlli (Úlfar Sveinbjörnsson) og Kalli (Karl Helgi Gíslason) skelltu sér, ásamt eiginkonum, til London
í byrjun febrúar sl. á sýningu, þar sem mikið var af trérennismiðum ásamt gnægð af tækjum og tólum til smíða.

Úlli, Kibba og Kalli mætt á sýninguna í höllinni.
Eiginkonurnar fengu að koma me
ð.

Andyrið í sýningahöllinni er gríðastórt og glæsilegt.  

Bob Neill vildi fá trérennismiði til að taka þátt í  námskeiðum og sýningu á skipinu á skipinu sem  siglir með fram Noregsströndum í ágúst  á næsta  ári.
Nánari upplýsingar um  siglinguna og fl. tengt trérennismíði á  vefslóðinni
www.woodturningcruise.com

 

Yfirlit yfir hluta af sýningagripum í verðlaunasamkeppninni.

Félag trérennismiða á Bretlandi heldur samkeppni um þáttöku á
sýningunni og eru veitt verðlaun fyrir fallega og vel gerða muni
og er þáttakendum skipt í flokka eftir getu/reynslu þeirra í faginu.

Mick Hanbury að sýna ungum áhugamönnum
réttu handtökin við trérennismíðina.
Mick Hanbury kennir á námskeiðum hjá
Chraft Suplies í Englandi og Frakklandi.

Á sýningunni var víða hægt að
horfa á og fá tilsögn frá æfðum trérennismiðum.

Munir eftir Mick Hanbury.


Kalli fékk að reyna sig hjá honum Les Thorne við að hola út í endatré.

 

Margir félagsklúbbar voru að kynna starfsemi sína.
Voru þessir kátu félagar í  Surrey  Association of Woodturners.
Collin Spain og  vinur hans Richard Davies þar á meðal.  
Glæsileg skál eftir Jennie Starbuck sem er einnig í félagi
þessarra kátu sveina.

www.artycraftywoodturning.com 
www.sawoodturners.org
www.spinwood.com

 


Heimsóttum Gary Rance og fengum að skoða í skúrinn hjá honum
og sjá hvað hann er að gera.

Og lentu á trérennifélagsfundi í skúrnum hjá Stuart Mortemere,
þar sem mættir voru 15 aðrir trérennismiðir!
Þeir voru þar m.a. að undirbúa Steave, sem hér er að sýna,
fyrir hans fyrstu launuðu sýnikennslu.

Gary Rance og Stuart King.    Blóm sem Stuart rennir á fótstigin bekk.

Stuart King að renna á fótstigna bekknum.         

Fleirri verk eftir Stuart "græna manninn".

Þarna voru einnig hinir ýmsu leikfangasmiðir með rugguhesta, púsluspil og fl.

Listilega útskorið verk.

Fjölbreytt úrval af munum.

Hljóðfærasmiðir  voru þarna líka.  

Við sáum bæði gömul og ný meistaraverk manna.

Stonhenge eftir óþekkta höfunda fortíðar.

Vasi yfir 1 meter á hæð eftir Stuart Mortimer.