- SKÁLDAÐ Í TRÉ - HANDVERKSHEFÐ Í HÖNNUN -
Sýning í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur
September 2007

Sýningarskrána færðu hér.

Blaðaumfjöllun um sýninguna - Skáldað í tré í Ráðhúsinu

Í Ráðhúsi Reykjavíkur eru nú sýndir renndir listmunir úr tré.
Nú stendur yfir sýning Félags trérennismiða í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík undir yfirskriftinni „Skáldað í tré - handverkshefð í hönnun". Sýningin stendur til sunnudagsins 30. september næstkomandi.
Á sýningunni sýna þrettán félagsmenn rennd trélistaverk sem eru þversnið af því hvernig vinna og hönnun hefur þróast í trérennismíði á Íslandi undanfarin ár. „Þarna sýna tólf karlmenn og ein kona," segir Karl Helgi Gíslason, sem situr í sýninganefnd félagsins. „Við þyrftum að fá fleiri konur í félagið, sem er nú orðinn 200 manna félagsskapur um allt land."

Hugleiðingar og þakkir að lokinni sýningu
Sýningin Skáldað í tré í Ráðhúsinu fékk ágæta umfjöllun í fjölmiðlum og að flestra mati var um mjög góða sýningu að ræða. Þó að mikið væri dáðst að sýningarmununum þá var sala frekar dræm enn samt seldist einhvað og er það vel.
Stöplarnir sem félagið ákvað að smíða undir sýningarmunina vöktu einnig athyggli fyrir vandaðan frágang og eiga þeir sem þar að komu þakkir skildar,þeir Lýður Sigurðsson og Karl Helgi Gíslason fyrir hönnun og samsettningu og ekki hvað síst Kristján Karl Heiðberg fyri að sprautulökkun á verkstæði sínu Glugga- og Hurðasmiðjan Selffossi
Ekki má heldur gleima að við opnun sýningarinnar var stóra skálin við inganginn fyllt af ávöxtum og grænmeti í boði Banana ehf og sá Aðalsteinn Guðmundsson um að raða þessu öllu upp á listilegan hátt. 
Ekki má svo gleyma þeim sem sátu yfir sýningunni. Þar voru þeir Úlfar Sveinbjörnsson og Hrafnkell Gíslason hvað þaul setnastir, en fleiri buðu fram krafta sína og stendur félagið í þakkarskuld við þau öll.