Fréttir 2006

Munið svo að næsti fundur er 25. nóvember og er það síðasti fundur fyrir jól, jafnframt því að vera sá síðasti á þessu ári!

Nú styttist í að vetrarfundirnir byrji aftur!
Fyrsti vinnufundur Félags trérennismiða á Íslandi þetta haustið verður laugardaginn 30. september n.k.
Eins og fyrri ár hittumst við í Skipholti 37, 2. hæð, kl. 10 f.h.
Enn er ekki komin dagskrá fyrir fundina þetta haustið enn það líður að því að hún verði kunngjörð.
Félagsmenn og aðrir áhugasamir um að kynnast starfsemi félagsins eru hvattir til að mæta, spjalla saman og njóta samverunnar.

Handverkssýningin á Hrafnagili.
Smelltu á eftirfarandi tengil til að skoða myndir og fá fréttir af ferð félaga úr félagi trérennismiða á Íslandi á handverkssýninguna á Hrafnagili 10. til 13. ágúst 2006.

Handverkshátíðin Hrafnagili 10. - 13. ágúst n.k.
Við viljum hér minna á handverkshátíðina í Hrafnagili dagana 10. - 13. ágúst n.k.
Þar munu nokkrir félagsmenn mæta á staðinn og kynna félagið.
Ráðgert er að vera með rennibekk og sýningarmuni í stóru tjaldi ásamt öðrum handverksmönnum sem mun vera þar við iðju sína.
Semsagt lifandi handverk og hvetjum við(félagsmenn) rennismiði og aðra til að mæta á staðinn.
Nánar á www.handverkshatid.is og www.listalind.is

Myndir úr vorferðinni
Félags trérennismiða á Íslandi 29. til 30. apríl 2006.

VORFERÐ FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2006.
Fyrirhuguð er vorferð til Egilsstaða laugardaginn 29. apríl nk.
Flogið verður á laugardagsmorgni og komið heim á sunnudagskvöldi.
Rútubíll verður til taks báða dagana og farið verður á ýmsa staði.
Kostnaður með flugi, gistingu, morgunmat og rútu er áætlaður c. kr. 25.000 á mann.
Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 863 3625 hjá Úlla fyrir 25. mars og ekki seinna enn á aðalfundinum.
Því aðeins verður þessi ferð farin að næg þáttaka verði.

AÐALFUNDUR FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI VERÐUR HALDIN, LAUGARDAGINN 25. MARS 2006
Aðalfundur Félags Trérennismiða á Íslandi verður haldin laugardaginn 25. mars 2006, kl. 10 f.h. í húsakynum smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands, Skipholti 37, 2h.
Dagskrá venjulag aðalfundarstörf. Að fundi loknum verða veitingar og síðan mun Sigurður Már Helgason sýna "eftirhermutæki" sem hann notar við rennsli á stólfótum fyrir "Fussi" stólinn.
Smellið á eftirfarandi vefslóð til að skoða myndir og fá fréttir af aðalfundinum.
Aðafundur 2006

SÝNING FÉLAGS TRÉSKURÐARMANNA Í RÁÐHÚSINU Í REYKJAVÍK 11. MARS 2006.
Friðgeir Guðmundsson form. tréskurðarmanna hafði samband og vill hann bjóða trérennismiðum á opnun sýningar í Ráðhúsinu laugardaginn 11. mars n.k. Félagsmönnum og mökum er boðið á opnun sýningarinnar kl. 13 laugardaginn 11. mars í Ráðhúsinu.

VINNUFUNDUR FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI 25. FEBRÚAR 2006

Á fundinum næstkomandi laugardag ætlar Kristján Heiðberg að vera við rennibekkinn.
Fundurinn verður eins og ávalt kl.10, í húsnæði smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands, Skipholti 37, 2. hæð.

Myndir frá námskeiði í hnífa og hulsturgerð sem haldið var á vegum félagsins um s.l. helgi
Hér koma nokkrar myndir frá námskeiði í hnífa og hulsturgerð sem haldið var á vegum félagsins um s.l. helgi.


Valldór Bóasson leiðbeindi þeim 8 sem sóttu námskeiðið

Guðmundur Magnússon mundar hér hnífinn.Þorsteinn Gíslason og kátir hnífasmiðir

Afrakstur helgarinnar

Fréttir af vinnufundinum 28. janúar sl.
Fundurinn var vel sóttur og telst mönnum til að 45 - 50 manns hafi komið til að hlýða á Ólaf Oddsson.

Ekki er ofsögum sagt að þröngt var setinn bekkurinn.Enn þröngt mega sáttir sitja og maður er manns gamann.

Fyrsti vinnufundur Félags trérennismiða á Íslandi árið 2006

Næsti vinnufundur félags trérennismiða á Íslandi verður haldin í Skipholti 37, 2 hæð,
laugardaginn 28. janúar næstkomandi kl. 10, eins og venjulega.
Von er á Ólafi Oddsyni, uppeldisfræðingi hjá Skógrækt Ríkisins.

Ólafur er menntaður uppeldisráðgjafi frá Noregi og starfaði sem slíkur frá 1984-1994. Sem ungilingafulltrúi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, forstöðumaður Rauðakrosshússins Tjarnargötu 35 í 5 ár og erindreki Rauða krossins.
Hóf störf hjá Skógrækt ríkisins 1994 sem fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og stjórnaði m.a. verkefninu Opnun skóganna sem styrkt var af Skeljungi um árabil.
Hann er nú verkefnisstjóri fyrir skólaþróunarverkefnið Lesið í skóginn með skólum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni í samvinnu við Kennaraháskólann, Námsgagnastofnun, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Kennarasamband Íslands. 20 grunnskólar taka þátt í þeim tveim verkefni.

Ólafur ætlar á fundi okkar n.k. laugardag að fjalla um mikilvægi trérennismíðinnar fyrir íslenskan timburiðnað, menningu og skógrækt. Auk þess að ræða um ýmislegt varðandi hráefnið timbur sérstaklega það sem fellur til hér á landi, s.s. birki, greni, furu, lerki, reynitegundir, hlyn, ask og gullregn.
Ef tími vinnst til ræðir hann um "skógaruppeldi" í tengslum við verkefnið Lesið í skóginn með skólum, tálgutækni og ferskar viðarnytjar með dæmum um gripi sem unnir eru með þeirri aðferð.

Hittumst hress og kát á nýbyrjuðu ári.

Ávalt viðbúin!

Eins og mörgum félagsmönnum er eflaust kunnugt
um, þá þarf hann Úlli félagi okkar, að hlusta á hvert
það orð sem sagt er úr ræðustól á Alþingi Íslendinga.

Þá er nú gott að hafa þar til gerð eyru...

Enn eins og allir vita þá eru skátar ávalt viðbúnir.

Joel Cole frá Shakopee Minesota USA

Rétt fyrir jól, bankaði uppá hjá Karli Helga í Trélist, ungur listamaður frá Shakopee, Minesota í Bandaríkjunum, Joel Cole að nafni. Hann er mikill áhugamaður um tré og er aðallega að hanna húsgögn/skúlptúra. Til þess að auka möguleika sína í útfærslum og formum byrjaði hann að prófa sig áfram við að að renna í mars sl. ár. Hann langaði mikið til að komast í samband við trérennismiði hér á landi og bauð til sín nokkrum félögum að skoða muni sem hann hafði með sér, enn hann var á leið til Færeyja í jólafrí.
Í framhaldinu bauðst hann til að halda einhverskonar sýnikennslu/fyrirlestur þegar að hann kæmi til baka frá Færeyjum á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Það varð úr og laugardaginn 7. janúar hittust 15 félagar, sem áhuga hafa á trérennismíði, í skúrnum hjá Karli Helga. Þó kunnátta Joels bætti litlu við þekkingu margra viðstaddra, þá höfðu menn gaman að, enda pilturinn léttur í lund og mjög áhugasamur, og svo er alltaf gamann þegar fólk með sömu áhugamál hittist og skiptist á hugmyndum og fróðleik.
Slegið var saman í gjöf handa Joel í þakklætisskini.
Á eftirtöldum slóðum má fræðast betur um Joel Cole og um önnur áhugamál hans, en hann var þáttakandi í leiðangri árið 2000 um norðurheimskautsbaug.
Polar Passage 2000
http://www.altrec.com/features/polarpassage/dispatches/1.html http://www.altrec.com/features/polarpassage/profiles.html
Netfang Joels er; jcole0091@aol.com