Fréttir 2007

Nú styttist í að vetrarstarfið hefjist !
Kæru félagar, vonandi hafið þið notið sumarsins og komið fílefldir til baka í vetrarstarfið, sem byrjaði með trompi með sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík
.

Hugleiðingar og þakkir að lokinni sýningu
Sýningin Skáldað í tré í Ráðhúsinu fékk ágæta umfjöllun í fjölmiðlum og að flestra mati var um mjög góða sýningu að ræða. Þó að mikið væri dáðst að sýningarmununum þá var sala frekar dræm enn samt seldist einhvað og er það vel.
Stöplarnir sem félagið ákvað að smíða undir sýningarmunina vöktu einnig athyggli fyrir vandaðan frágang og eiga þeir sem þar að komu þakkir skildar,þeir Lýður Sigurðsson og Karl Helgi Gíslason fyrir hönnun og samsettningu og ekki hvað síst Kristján Karl Heiðberg fyri að sprautulökkun á verkstæði sínu Glugga- og Hurðasmiðjan Selffossi
Ekki má heldur gleima að við opnun sýningarinnar var stóra skálin við inganginn fyllt af ávöxtum og grænmeti í boði Banana ehf og sá Aðalsteinn Guðmundsson um að raða þessu öllu upp á listilegan hátt. 
Ekki má svo gleyma þeim sem sátu yfir sýningunni. Þar voru þeir Úlfar Sveinbjörnsson og Hrafnkell Gíslason hvað þaul setnastir, en fleiri buðu fram krafta sína og stendur félagið í þakkarskuld við þau öll.

Blaðaumfjöllun um sýninguna - Skáldað í tré í Ráðhúsinu

Í Ráðhúsi Reykjavíkur eru nú sýndir renndir listmunir úr tré.
Nú stendur yfir sýning Félags trérennismiða í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík undir yfirskriftinni „Skáldað í tré - handverkshefð í hönnun". Sýningin stendur til sunnudagsins 30. september næstkomandi.
Á sýningunni sýna þrettán félagsmenn rennd trélistaverk sem eru þversnið af því hvernig vinna og hönnun hefur þróast í trérennismíði á Íslandi undanfarin ár. „Þarna sýna tólf karlmenn og ein kona," segir Karl Helgi Gíslason, sem situr í sýninganefnd félagsins. „Við þyrftum að fá fleiri konur í félagið, sem er nú orðinn 200 manna félagsskapur um allt land."
 
Síðasti dagurinn í Ráðhúsinu
Í dag, 30. september er síðasti dagur sýningarinnar SKÁLDAÐ Í TRÉ - HANDVERKSHEFÐ Í HÖNNUN. Við hvetjum alla sem enn eiga eftir að sjá sýninguna til að koma í Ráðhúsið í dag.

Norrænt heimilisiðnaðarþing - Handverkshefð í hönnun - framtíðin er í okkar höndum.
Norrænt heimilisiðnaðarþing á Grand Hótel í Reykjavík 26. - 30. september.
Þingið er vettvangur til að fjalla um hugmyndir og hefðir í handverki. Með fyrirlestrum, umræðum og sýningum verður fjallað um hvernig handverksmenn og hönnuðir geta sótt innblástur í menningararfinn. Efnahagsleg og félagsleg áhrif handverks og heimilisiðnaðar ásamt UNESCO-samningunum um menningar­erfðir verða einnig til umfjöllunar. Dagskrá þingsins er þrískipt, fyrirlestrar, heimsóknir á lista- og handverks­sýningar og dagsferð í Borgarfjörð. Fyrirlesarar koma frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar um fyrirlestra má nálgast hér. Einnig vekjum við athygli á sýningum í Gerðubergi og Norræna húsinu í tengslum við þingið. Áhugasamir geta sótt allt þingið, eða skráð sig á einstaka fyrirlestra.

Nánari upplýsingar veitir:
Margrét Valdimarsdóttir
verkefnastjóri norræns heimililisiðnaðarþings
gsm 848 0683 – margretvald@simnet.is

Sýningin hálfnuð

Sýninginartími Skáldað í tré - Handverkshefð í hönnun í Tjarnarsal Ráðhússins er nú umþað bil að vera hálfnaður.
Rúmlega tugur félaga sýna þar stórglæsilega gripi en sýningin stendur til 30. september.

Sýningin Skáldað í tré - Handverkshefð í hönnun

Sýningin Skáldað í tré - Handverkshefð í hönnun, verður formlega opnuð kl. 14.00 laugardaginn 15. september og stendur út mánuðinn þ.e. til 30. Það er rétt rúmur tugur félaga búnir að skrá sig til þáttöku og vonumst við til að sýningin verði fjölbreytt og flott og gefi góða mynd af því sem er að gerast á vinnustofum trérennismiða á Íslandi í dag. Samtímis opnun sýningarinnar er stefnt að því að ræsa endurbætta heimasíðu félagsins ef allt gengur að óskum í því ferli.

Hvað er á döfinni?
Heimilisiðnaðarfélagið verður gestgjafi fyrir þing norrænna heimilisiðnaðarfélaga í september nk.
Handverkshefð í hönnun
http://www.heimilisidnadur.is
Framtíðin er í okkar höndum
Heimilisiðnaðarfélag Íslands (HFÍ) heldur þing á Grand Hótel 26. – 30. september 2007 undir yfirskriftinni Handverkshefð í hönnun.
Tilefnið er að félagið gegnir formennsku í samtökum Norrænna heimilisiðnaðarfélaga (Nordisk husflidsforbund) tímabilið 2004-2007. Í samtökunum eru auk Íslands; Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð og Eistland.
 
Félag trérennismiða hefur boðað þátttöku sína með því að hafa vinnustaðafund félagsins laugardaginn 29. september opinn fyrir þá gesti á ráðstefnunni sem hafa áhuga að koma og vera með okkur.
Við munum reyna að hafa einhvern góðan trérennismið á bekknum og vonum að sem flestir félagsmenn sjái sér fært um að koma.

Sýning í Tjarnarsal í Ráðhúsinu í Reykjavík 15. til 30. september 2007.
Félag trérennismiða á Íslandi verður með sýningu í Tjarnarsal
Ráðhússins í Reykjavík 15. til 30. september n.k.
Félagsmenn eru hvattir til að láta bekkina snúast og spæni fljúga, svo setja megi upp glæsilega sýningu á íslensku trérennsli.

Aðalfundur félags trérennismiða á Íslandi 31. mars 2007
Viljum mynna á aðalfund félags trérennismiða á Íslandi þann 31. n.k.
Fundurinn verður eins og vinnufundirnir, kl. 10 í húsnæði smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands í Skipholti 37, 2. hæð.
Hvetjum félagsmenn og annað áhugafólk um trérennismíði til að vera dugleg að mæta svo félagið megi halda áfram að blómstra.

Athyglisverð síða á veraldarvefnum
Á veraldarvefnum má finna margar slóðir um trérennismíði.
Á eftirfarandi slóð er að finna ýmsar myndbandsupptökur þar sem kennt er
verklag við trérennismíði.
Þessa kennsluþætti má hala niður af vefnum frítt.

http://www.turnwood.net/videos.html

Alþjóðlega trésmíðasýningin - International Woodworking exhibition -Alexsandra Palace - febrúar 2007.

Félagarnir Úlli (Úlfar Sveinbjörnsson)
og Kalli (Karl Helgi Gíslason)
skelltu sér til London nú í byrjun febrúar, á alþjóðlega trésmíðasýningu.
Þarna voru margir trérennismiðir að sýna og kynna félagsskap þeirra í trérennismíði, einnig var þarna mikið af tækjum og tólum til allskonar smíða.
Myndir og nánari fréttir af ferð þeirra félaga

FUNDURINN LAUGARDAGINN 24. FEBRÚAR 2007
Áætlað er að á næsta fundi, laugardaginn þann 24. n.k. verði Karl Helgi Gíslason í Tré-list, með dyggri aðstoð Trausta Bergmann, með kynningu á því nýjasta sem í boði er af tækjum og tólum fyrir trérennismíði.
Trausti ætlar að prófa nýja undirþrýstings-patrónu (vacuum -chuck) frá Oneway á trérennibekknum Nr 1224 frá sama framleiðanda þ.e.Oneway í Kanada.
Einnig verða sýnd skerpingatól og rennijárn frá Sorby á Englandi ásamt ýmsu öðru sem að gagni getur komið við trérennismíði. Vonum að sem flestir félagsmenn og konur mæti.
Allir áhugamenn og konur um trérennismíði eru velkomin og vonumst við til að allir hafi gaman af.
Fundurinn verður eins og ávallt kl. 10 í húsnæði smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands í Skipholti 37, 2. hæð.

Fyrsti vinnufundur 2007 verður laugardaginn 27. janúar n.k.
Vonandi hafa allir átt góð jól og áramót.
Eru ekki allir stútfullir af nýjum hugmyndum af spennandi verkefnum í trérennismíði?
Hvernig væri að höggva niður og endurnýta jólatréð, búa til úr því skálar eða jólaskraut?

Næsti vinnufundur verður laugardaginn 27. janúar n.k. í Skipholti 37, 2. hæð, kl. 10 f.h.
Félagsmenn og aðrir áhugasamir um að kynnast starfsemi félagsins eru hvattir til að mæta, spjalla saman, bera saman verk sín og njóta samverunnar.