Gleðilega hátíð

og gleðilegt nýtt ár.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Síðust tveir fundir loksins komnir inn.

Vegna nóvembers fundsins vantar mér nokkur nöfn félaga okkar á nokkra hluti, þeir sem getað frætt mig um það mættu vera svo vænir að hafa samband.

Einnig til að komast í dálkinn "Félagar" þá er bara að senda mér upplýsingar um þig, mynd af þér og myndir af verkum eftir þig, þettað er ekki flókið bara senda efnið til mín og viljir þú einhverjar breytingar er ekkert mál að laga það.

Kveðja Einar Óli Einarsson hamrar@islandia.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fréttir 2009

Sæl öllsömul í Félagi trérennismiða á Íslandi.
Tíminn flýgur - októberfundurinn rétt svo yfirstaðinn og strax komið að nóvemberfundinum, sem er jafnframt síðasti vinnufundur ársins 2009.

Þið sem mættuð á októberfundinn og fenguð trjábút til að vinna úr, endilega mætið með afraksturinn. - enga minnimáttarkennd og hananú!
Eitthvað áhugavert verður á dagskrá að venju, kaffi og með því í hléi.
Mætum sem flest á fundinn,
kveðja, Antonía.!

Staður og stund: Skipholti 37, 2. hæð, laugardaginn 28. nóvember og hefst kl. 10:00

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Félag trérennismiða á Íslandi - 3. vinnufundur starfsársins
28. nóvember 2009 - laugardag
í Skipholti 37, 2. hæð
og hefst kl. 10:00

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið!

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sýning Jóns Guðmundssonar, plöntulífeðlisfræðings og trérennismiðs á renndum og tálguðum trémunum stendur yfir í Félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum 4, 19.-25. október.
Jón er plöntulífeðlisfræðingur og trérennismiður og vinnur eingöngu úr innlendum viði auk rekaviðar.Nýting þessa hráefnis er sjálfstætt markmið. Í lauftrjám má finna margs konar áferð, liti og mynstur. Til sýnis eru 22 hlutir.
Opið er frá kl. 09:00 til 17:00, laugardaginn 24. október og sunnudaginn 25. október er sýningin opin milli kl. 13:00 til 17.00.

 

Jólamarkaðurinn vinsæli á Elliðavatni

Skógræktin býður upp á söluaðstöðu fyrir handverksmenn (nóv.-des) við Elliðavatn líkt og í fyrra.
Síðasta sölusýning var vel auglýst og aðsókn góð. Jólatrésala hefur verið á sama stað og fjölskyldur valið tré til að fella.
Áhugasamir hafi samband við Kristján hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=102&Itemid=70

Nýjar myndir:

frá síðast fundi - Vinnufundurinn 26. september 2009

frá - Handverkshátíðin á Hrafnagili 7. til 10. ágúst 2009

 

Vill minna á sýningu Reynis félaga okkar, henni líkur 13. október.

http://www.simnet.is/reyndor/reynir/reynirsveins.html

HANDVERK OG HÖNNUN er staðsett í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10

http://www.handverkoghonnun.is

 

Kæru félagar.

Nú fer að koma að því að greiða félagsgjaldið fyrir komandi starfsár. Það er dýrt að fá banka til að sjá um innheimtu með heimsendum greiðsluseðlum. Því er félögum nú gefin kostur á að greiða félagsgjaldið beint inn á bankareikning félagsins.

Upplýsingar sem greiðandi þarf að hafa eru þessar:

Kennitala félagsins er 540395-2179
Banki: 1195-26-246
Félagsgjad er kr. 3.500,-
Kennitala félagsmana verður að koma fram, t.d. í skýringu greiðslu ef annar borgar fyrir hann.

Ef greitt er gegnum netbanka væri mjög gott að merkja í viðeigandi reit að senda tölvupóst á tona@internet.it

Vinsamlegast greiðið fyrir 1. nóvember 2009

Bestu kveðjur, Antonía gjaldkeri

 

Nú er vetrarstarfið að hefjast
Kæru félagar, vonandi hafið þið notið sumarsins og komið hressir og kátir á fundinn á laugardaginn 26. september 2009.

Nýjir félagar eru hvattir sérstaklega til að mæta og allir hvattir til að taka með sér hluti til að sýna okkur hinum.

Fundurinn er að Skipholti 37, 2 hæð kl. 10.00 síðasta laugardag hvers mánaðar eins og alltaf.

 

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 17. sinn dagana 7.-10. ágúst 2009.

Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Aðilar víðsvegar af landinu munu kynna og selja handverk sitt og hönnun.

Trérennismiðir verða þar með aðstöðu.
Hvetjum menn sem geta verið á svæðinu að líta við og ekki er verra að ef þeir getað aðstoðað.
Þeir sem þar hafa tekið þátt síðustu ár hafa skemmt sér vel.

Vonandi sjá sér margir fært að koma.

www.handverkshatid.is

Vorferð Félags trérennismiða um Reykjanes 25. apríl 2009

Góð stemming og gott veður eins og vant er, Úlli greinilega í góðu sambandi við veðurguðinn. Myndir úr ferðinni.

Vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð verður 1. maí og 2. maí að Hólshrauni 5 í Hafnarfiði (iðnaðarbil beint fyrir aftan Fjarðarkaup) kl. 14 til 17 báða dagana. 

Næst er það Vorferðin, sem verður farin 25.apríl 2009
Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Úlla í síma 863 3625 sem allra fyrst.

Aðalfundurinn var þann 28. mars 2009
Skýrsla stjórnar flutt á aðalfundi 28.mars 2009.
Góð mæting og góð stemming að venju.

Velkomin á nýuppfærða heimasíðu, Félags Trérennismiða á Íslandi.

Nýtt og gamalt efni verður einnig bætt við næstu daga og vikur.

Allar leiðréttingar, ábendingar, upplýsingar, myndir, tenglar og annað efni sem hentar þessari heimasíðu eru vel þegnar.

Kveðja Einar Óli Einarsson hamrar@islandia.is

Verið er að vinna í því að uppfæra og tölvuvæða félagaskrána.

Til að það gangi nú sem allra best væri gott ef að þeir félagar
sem eru með NETFANG @ mundu senda smá póst með
nafni, kennitölu, heimilisfangi, póstnúmeri og síma/GSM,
beint til Tonu á;tona@internet.is