- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

SKÁLDAÐ Í TRÉ
HORFT TIL FRAMTÍÐAR

SÝNING FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI
VERÐUR HALDIN 5. TIL 21. NÓVEMBER 2010
Í TJARNARSAL RÁÐHÚSSINS Í REYKJAVÍK

Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellafrömuður
OPNAR SÝNINGUNA
Laugardaginn 6. nóvember kl. 14

14 FÉLAGSMENN SÝNA RENND TRÉLISTAVERK
SEM SÝNIR ÞRÓUN TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI UNDANFARIN ÁR
ÞETTA ER Í FJÓRÐA SINN SEM FÉLAG TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI
SKÁLDAR Í TRÉ Í RÁÐHÚSINU
OG SJÖTTA SÝNING FÉLAGSINS UNDIR ÞEIM MERKJUM

Sýningin er opin frá kl. 12 til 18 alla dagana.

RENNIÐ VIÐ Í RÁÐHÚSINU !

Skáldað í tré 2010 - Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Góðir hálsar, vonandi hafa allir félagar notið sumarsins sem nú er liðið. Haustið minnir á sig á margan hátt, meðal annars með þessu fundarboði.

Félagsstarfið hefst með vinnufundi laugardaginn 25. september og hefst kl. 10:00 stundvíslega.

Fundarstaður er að venju í Skipholti 37 - en athugið, NIÐRI en ekki á 2. hæð.

Trausti B. Óskarsson verður við rennibekkinn og mótar vasa úr viðarbútum
og fræðir okkur eflaust um beitingu járna við rennslið og hvaðeina sem spurningar vakna um.

Varla þarf að minnast á hefðbundna kaffi sopann og meðlætið í hléi.

Mætum vel, mörg og stundvíslega ;o)

Kveðja, Antonía.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit
verður haldin í 18. sinn dagana 6.-9.ágúst 2010.
Opið 12-19 föstudag til mánudags.

Aðgangseyrir er 1.000.-
fyrir 16 ára og eldri.
Frítt fyrir börn.
500.- fyrir eldri borgara og öryrkja gegn framvísun skírteinis.
Armböndin gilda alla helgina.

Félag trérennismiða á Íslands verður á sýningunni með kynningu á félaginu, vonumst til að sjá ykkur flest. Myndin er frá 2009.

http://www.handverkshatid.is/

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

SKÓGARAFURÐIR - Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi

8. & 9. maí 2010 - kl. 10 - 17
Elliðavatnsbærinn - Heiðmörk
Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í samvinnu við Skógræktina.

Vormarkaður á Elliðavatni.

Nánari upplýsingar að fá á heimasíðu Skógræktarinnar á heidmork.is

Kort - Leiðin að Elliðavatnsbæ

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Vegna nóvembers fundsins vantar mér nokkur nöfn félaga okkar á nokkra hluti, þeir sem getað frætt mig um það mættu vera svo vænir að hafa samband.

Einnig til að komast í dálkinn "Félagar" þá er bara að senda mér upplýsingar um þig, mynd af þér og myndir af verkum eftir þig, þettað er ekki flókið bara senda efnið til mín og viljir þú einhverjar breytingar er ekkert mál að laga það.

Kveðja Einar Óli Einarsson hamrar@islandia.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi.

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður félagsmönnum
aðstöðu í Elliðavatnsbænum í Heiðmörk  dagana 1. og 2. maí n.k.
Og einnig dagana 8. og 9. maí.  Opið verður kl. 10—17 sýningardagana.

Þegar nær dregur verða væntanlega nánari upplýsingar að fá á heimasíðu Skógræktarinnar á heidmork.is

Kort - Leiðin að Elliðavatnsbæ

Skógræktin hefur verið með jólamarkað þar undanfarin ár.

Hér býðst gott tækifæri fyrir félagsmenn að kynna sig og koma verkum sínum í sölu.

Félagsmenn sem áhuga hafa á að taka þátt hafi sambamnd við Karl Helga í síma 553 1580 eða á netfang trelist@simnet.is

1. & 2. maí 2010 - kl. 10 - 17
Elliðavatnsbærinn - Heiðmörk
Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í samvinnu við Skógræktina.

8. & 9. maí 2010 - kl. 10 - 17
Elliðavatnsbærinn - Heiðmörk
Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í samvinnu við Skógræktina.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Aðalfundur.

Munið aðalfund Félags trérennismiða á Íslandi - Skipholti 37
laugardaginn 27. mars 2010 og hefst hann kl. 10:00
Vonandi hafa sem flestir félagar tök á að mæta.
Sjáumst á laugardagsmorguninn!

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi.

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður félagsmönnum
aðstöðu í Elliðavatnsbænum í Heiðmörk  dagana 1. og 2. maí n.k.
Og einnig dagana 8. og 9. maí.  Opið verður kl. 10—18 sýningardagana.

Þegar nær dregur verða væntanlega nánari upplýsingar að fá á heimasíðu Skógræktarinnar á heidmork.is

Skógræktin hefur verið með jólamarkað þar undanfarin ár.
Fyrri helgin mun vera á opnunartíma veiðimann sem fjölmenna á svæðið ásamt fylgdarliði.

Hér býðst gott tækifæri fyrir félagsmenn að kynna sig og koma verkum sínum í sölu.

Félagsmenn sem áhuga hafa á að taka þátt hafi sambamnd við Karl Helga í síma 553 1580 eða á netfang trelist@simnet.is

1. & 2. maí 2010 - kl. 10 - 18
Elliðavatnsbærinn - Heiðmörk
Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í samvinnu við Skógræktina.

8. & 9. maí 2010 - kl. 10 - 18
Elliðavatnsbærinn - Heiðmörk
Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í samvinnu við Skógræktina.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Félag trérennismiða á Íslandi - 5. vinnufundur starfsársins
27. febrúar 2010 - laugardag í Skipholti 37, 2. hæð og hefst kl. 10:00

Trausti Bergmann Óskarsson sýnir rennsli.
Sveinn Kristinsson er járnrennismiður og fræðir okkur sín verk.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið!

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Síðust tveir fundir loksins komnir inn.

Vegna nóvembers fundsins vantar mér nokkur nöfn félaga okkar á nokkra hluti, þeir sem getað frætt mig um það mættu vera svo vænir að hafa samband.

Einnig til að komast í dálkinn "Félagar" þá er bara að senda mér upplýsingar um þig, mynd af þér og myndir af verkum eftir þig, þettað er ekki flókið bara senda efnið til mín og viljir þú einhverjar breytingar er ekkert mál að laga það.

Kveðja Einar Óli Einarsson hamrar@islandia.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Félag trérennismiða á Íslandi - 4. vinnufundur starfsársins
Fyrsti fundur ársins - 30. janúar 2010 - laugardag
í Skipholti 37, 2. hæð og hefst kl. 10:00

Guðmundur Magnússon sýnir rennsli -
hvernig á að renna kúlu?

Sigurður Már Helgason kemur með
Fuzzy stólinn vinsæla og spjallar um hann.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið!