Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ilmandi jólaskógur í Ráðhúsinu

Á morgun sunnudaginn 11. desember koma jólin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Sýning á rennismíðuðum munum sem gerðir hafa verið úr jólatrjám Óslóarborgar verður einnig stillt upp í Ráðhúsinu af þessu tilefni.
Opnun Jólaskógar í Ráðhúsi sunnudaginn 11. desember klukkan 14.00
Jón Gnarr, borgarstjóri, flytur ávarp.

Allir velkomnir.

Sjá nánar á: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-29433/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fræðslufundur laugardaginn 26. nóvember.
 
Staður:  Trésmiðja Fjölbrautaskólans í Breiðholti, aðgengi frá Hraunbergi.
Stund:  kl. 10 til 12
Efni:  Björn Bergsson verður með fyrirlestur um útskurð sem hann hélt í Þjóðminjasafni fyrir 2 vikum og Úlli mun renna jólabjöllu.
 
Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið.
- Heitt á könnunni -

PS. Þeir sem eiga eftir að skila inn verkum úr Óslóatrénu hafa nú tækifæri til að skila.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Seltjarnarneskirkja ,,græn kirkja"

Guðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju 27. nóvember kl. 11. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Í guðsþjónustunni er þess minnst að á þessu ári er alþjóðlegt ár skóga. Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi og verkefnisstjóri Alþjóðlegs árs skóga 2011 flytur hugleiðingu.Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra flytur ávarp. Hjörtur Pálsson, skáld, flytur ljóð sitt um skógana. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands les ritningarlestra. Seltjarnarneskirkja verður formlega ,,græn kirkja" í athöfninni.
Undir lok guðsþjónustu mun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra veita verðlaun í samkeppni um duftker úr íslenskum viði, sem fram fór í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011. Sýning á öllum 28 kerjunum sem bárust í samkeppnina opnar í safnaðarheimili kirkjunnar að guðsþjónustunni lokinni og verður opin til og með 11. desember.
Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Sunnudagaskóli á sama tíma í kirkjunni undir stjórn Pálínu Magnúsdóttur, æskulýðsfulltrúa.
Messukaffi.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

TRÉ-RENNI-HELGI  sem kynnt var á septemberfundinum og aftur á októberfundinum,
verður 12.-13. nóvember í Trésmiðju Fjölbrautaskólans í Breiðholti (fundastað Félags trérennismiða á Íslandi) - enn eru örfá pláss laus fyrir rennibekki. 
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Valdór Bóasson með tölvupósti á netfangið valdorboasson@gmail.com eða í síma 896-9548.
 
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, félagið leggur til auka rennibekki - en athugið að þið
þurfið að koma með efni(við), og munið að "hver er sínum tólum tamastur" svo gott er að
taka rennijárn með, í þeirri von að fá tækifæri til að grípa í bekk. Nú, eða bara koma
til að sýna sig og sjá aðra :-)
 
Trérennihelgin hefst á laugardag kl. 9:00, unnið til 17:00.  Sunnudagur kl. 9:00 til 15:00.
 
Eigum góða helgi
 
Antonía

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sæl öll, munið fræðslufundinn hjá Félagi trérennismiða á Íslandi laugardaginn 29. október kl. 10 til 12, smíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti - aðgengi Hraunbergsmegin.
 
Efni fundarins: Trausti sýnir okkur rennsli milli odda.
Hrafnkell segir frá því hvernig hann rennir bolla
með sívölu haldi, án samskeyta.
 
Þið sem fenguð efni úr Óslóartrénu af Austurvelli,
munið að skila afrakstrinum og afgöngum á laugardaginn!

 
Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið, ekki hika við að
taka með ykkur gesti.
 
Sjáumst, Antonía

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sæl öll sömul í Félagi trérennismiða á Íslandi.
Takið næsta laugardagsmorgun frá.
Fyrsti vinnufundur haustsins verður laugardaginn 24. september í Fjölbrautaskóla Breiðholts (aðgengi Hraunbergsmegin) og hefst kl. 10:00
 
Varðandi verkefnið sem útdeilt var á febrúarfundinum, að nýta jólatréð af Austurvelli upp til agna í nytja- og skrautmuni:  Þar sem stjórnin hefur haft af því spurnir að víða sé verkefnið enn í biðstöðu nærri rennibekknum, er skiladegi frestað til októberfundarins.  Þátttakendur eru hvattir til dáða á þeim vikum sem gefast nú aukalega.
 
"Ár skóga 2011" - ég vil nota tækifærið og minna á samkeppni um duftker, skilafrestur rennur út 15.október. Sjá nánar um reglur á slóðinni:
http://arskoga2011.is/2011/07/af-jordu-samkeppni-um-duftker/
 
Enn er ég að safna netföngum félagsmanna, ef þið vitið um einhverja félaga sem ekki fá línu frá mér biðjið þá endilega að senda mér tölvupóst.
 
Innheimta félagsgjalda:  Ekki voru sendir greiðsluseðlar í pósti í þetta sinn, eingöngu krafa í heimabanka/einkabanka.  Bið ég félaga sem ekki hafa gert skil að gera það sem fyrst.
 
Hittumst sem flest á fundinum á laugardaginn kemur, allt áhugafólk um trérennismíði velkomið svo ekki hika við að taka með ykkur gesti.
 
Antonía.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

AF JÖRÐU – SAMKEPPNI UM DUFTKER

Í tilefni af Alþjóðlegu Ári Skóga 2011 er efnt til samkeppni um duftker úr íslenskum við og eru verðlaunin sérlega vegleg.
Æ fleiri Íslendingar velja bálför sem útfararform. Í kjölfarið eykst eftirspurn eftir fallegum og umhverfisvænum, helst íslenskum, duftkerum. Íslenski viðurinn er sérlega vistvænn og að margra mati einstaklega viðeigandi sem umgjörð um síðustu jarðnesk ummerki okkar. “Af jörðu ertu komin og að jörðu skaltu aftur verða..” fylgir okkur síðustu ferðina. Íslenski viðurinn vex af íslenskri jörð, hinsta hvílustað Íslendinga og nærir komandi kynslóðir.


Samkeppnin um duftker úr íslenskum við er öllum opin og reglurnar ákaflega einfaldar.


1. Allir geta tekið þátt, útlitið er algjörlega frjálst og neðangreindar stærðir eru einungis til viðmiðunar. Eina skilyrðið er að duftkerfið sé gert úr íslenskum við. Kerin má mála með vistvænni málningu eða skila inn ómáluðum.
2. Stærðir duftkerja til viðmiðunar: Fósturker eru ca. 5 cm á hæð og 7 cm á breidd. Barnaker eru 17 cm há og 14 cm á breidd. Hámarksstærð fyrir fullorðna væri 25 cm hæð og 18 cm á breidd.
3. Skila skal inn frumgerð (prototypu) af duftkeri fyrir 15. október, 2011. Nánar verður tilkynnt um skilastað á heimasíðunni arskoga2011.is. Tekið verður á móti duftkerum á tímabilinu 10.-14. október.
4. Dómnefnd er skipuð 3 valinkunnum einstaklingum og mun dómnefnd meta öll innsend ker.
5. Úrslit verða tilkynnt um miðjan nóvember í tengslum við sérstaka skógarviku 2011.
6. Veitt verða þrenn peningaverðlaun. 1. verðlaun eru: kr. 250.000 2. verðlaun eru: kr. 100.000 3. verðlaun eru: kr. 50.000. Að auki verða verðlaunagripirnir að sjálfsögðu kynntir á vef verkefnisins og hjá samstarfsaðilum.
Bálförum á landsvísu hefur fjölgað verulega og er nú svo komið að í Reykjavík eru fjögur af hverjum tíu líkum brennd fyrir útför. (Fréttablaðið 11.07.2011).
Forstöðumaður Kirkjugarða Reykjavíkur, Þórsteinn Ragnarsson telur ýmsar skýringar á þessari þróun. Hann segir við Fréttablaðið:
“Það ýtir eflaust undir þetta að við erum komin með fallegan duftgarð í Sóllandi,” segir hann. “En svo líta menn líka til annarra landa þar sem þetta hlutfall er miklu hærra. Svo spilar þessi landnýtingarhugsjón þarna inn í.”
Hægt er að koma sex til sjö duftkerum á sama svæði og notað er fyrir eina líkkistu en einnig er um helmingur duftkera grafinn í gamla reiti, sem þýðir að ættingjar geta hvílt saman.
Nánari upplýsingar veitir: Hulda Guðmundsdóttir, Alþjóðlegt ár skóga á Íslandi 2011, sími: 8932789

http://arskoga2011.is/2011/07/af-jordu-samkeppni-um-duftker/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla
verður haldin í 19. sinn dagana 5.-8.ágúst 2011. 
Opið 12-19 föstudag til mánudags.

Aðgangseyrir er 1.000.- fyrir 16 ára og eldri.
Frítt fyrir börn.
500.- fyrir eldri borgara og öryrkja gegn framvísun skírteinis.
Armböndin gilda alla helgina.

Félag trérennismiða á Íslands verður á sýningunni með kynningu á félaginu, vonumst til að sjá ykkur flest. Myndin er frá 2010.

http://www.handverkshatid.is/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sýnikennsla í trérennismíði ,,beint úr skóginum" verður haldið á Fitjum í Skorradal, sunnudaginn 5. júní 2011 frá kl. 13-16. Félagar úr Trérennismiðafélaginu koma með rennibekki og kenna réttu handtökin.Á eftir kl. 16 opnar sölusýningin SKÁLTAD Í TRÉ í Galleríi Fjósakletti á Fitjum. Hún verður opin daglega í sumar milli kl. 14 og 18, nema lokað á mánudögum og þriðjudögum. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband Jón Guðmundsson rennsli@visir.is eða Huldu á Fitjum khuldag@hive.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Félagi trérennismiða hefur borist boð frá BYKO um að kynna sig; sýna og selja rennda muni í versluninni í Breiddinni, laugardaginn 28. maí næstkomandi. Einnig hafa menn aðgang að rennibekk á staðnum.

Þetta hefur verið gert áður, þegar Skógræktin var í sérstöku samstarfi við BYKO vegna íslenka viðarins

Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Stefán Valsson í síma 515-4117 eða 821-4117. Netfang Stefáns er stebbi@byko.is

Vinsamlega látið berast til félaga sem ekki hafa aðgang að tölvu.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi í Elliðavatnsbænum í Heiðmörk.

Opnunartímar:

Föstudag 13. maí klukkan 15-18.

Laugardag 14. maí klukkan 10-18.

Sunnudag 15. maí klukkan 10-18.

Aðal þemað er að sýna hvernig við notum íslenskan við í okkar verk.
Hugmynd er að selja meðlæti og kaffi í renndum bollum af félagsmönnum.

Hér býðst gott tækifæri fyrir félagsmenn að kynna sig og koma verkum sínum í sölu.

Félagsmenn sem áhuga hafa á að taka þátt hafi sambamnd við Valdór í síma 8969548 / e-mail valdorboasson@gmail.com

Upplýsingar er líka að fá á heimasíðu Skógræktarinar á heidmork.is

Kort - Leiðin að Elliðavatnsbæ

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sölusýning Félags trérennismiða á Íslandi.

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður félagsmönnum aðstöðu í Elliðavatnsbænum í Heiðmörk, eins og í fyrra.
Aðal þemað er að sína hvernig við notum íslenskan við í okkar verk.
Hugmynd er að selja meðlæti og kaffi í renndum bollum af félagsmönnum.
Nú er um að gera að sem flestir félagar renni bolla til að selja, hver og einn ræður verðinu á sínum bollum.

Hér býðst gott tækifæri fyrir félagsmenn að kynna sig og koma verkum sínum í sölu.

Félagsmenn sem áhuga hafa á að taka þátt hafi sambamnd við Karl Helga í síma 553 1580 / e-mail trelist@simnet.is eða Valdór í síma 8969548 / e-mail valdorboasson@gmail.com

Þegar nær dregur verða væntanlega nánari upplýsingar að fá á heimasíðu Skógræktarinnar á heidmork.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Vorferð Félags trérennismiða á Íslandi 30. apríl 2011
Þeir sem skráðu sig ekki í ferðina á aðalfundi þurfa að
skrá sig hjá Úlla í síma 863 3625 eða ullis@simnet.is
eða hjá Einari Óla í síma 663 4879 eða hamrar@islandia.is

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn laugardaginn 26. mars í Fjölbrautaskólanum Breiðholti -trésmíðadeild-, aðkoma frá Hraunbergi og hefst fundurinn kl. 10:00 að venju.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og eftir kaffihlé verður Jóhann Sigurjónsson frá Akureyri með erindi.

Veitingarnar í hléinu verða í boði félagsins.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið.

Sjáumst!

Stjórnin

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fræðslufundur laugardagsmorguninn 26. febrúar, hefst kl. 10:00

Úlli ætlar að fræða okkur um samlímingar og renna úr því pússli.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

- Sýning Félags Trérennismiða á Íslandi -
í Listasafni Erlings Jónsonar
Grófinni 8, Keflavík, Reykjanesbæ

19. til og með 27. febrúar

Opið:
Kl. 14 til 17 alla dagana

Lifandi sýning!

Myndir frá sýningunni

Rennibekkur verður í gangi um helgina
ALLIR VELKOMNIR!

Staðsetning merkt A. á kortinu.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sýning
- Félags trérennismiða á Íslandi í Reykjanesbæ -

Í sýningarsal Birgis Guðnasonar, í Grófinni Keflavík.

Sýningunni, sem vera átti dagana 14.- 19. febrúar, hefur verið frestað um eina viku vegna ófyrirsjáanlegra orsaka.

Verður því - 19. til og með 27. febrúar !

Þeir félagsmenn og konur sem eiga muni og vilja koma þeim á framfæri og í sölu eru hvattir til að vera í sambandi við Karl Helga á trelist@simnet.is sem allra fyrst.
Þetta er stórgóð sýningaraðstaða, þar sem verk margra fremstu myndlistamanna Íslands hafa verið sýnd í gegnum tíðina.
Þarna er meiningin að vera með eitt eða fleiri (verðmerkt) verk hvers og eins á standi / palli, með upplýsingum um rennismiðinn, nafn, heimili, síma og netfang og hvað það sem til þarf til að nálgast verk hvers og eins. Þeir sem vilja geta haft þarna nafnspjöld og / eða annað það sem getur haft þýðingu til að auglýsa sig.
Ef áhugi er á kaupum verður kaupandinn í beinu sambandi við rennismiðinn! Rennismiðum er frjálst að vera á staðnum ef þeir geta, en með því að merkja munina vel og hafa greinargóðar upplýsingar um hvar er hægt að nálgast þá, ætti safnstjórinn að geta séð um þetta á milli helgardagskrárinnar.
Meiningin er að vera með rennibekkinn í gangi laugardag og jafnvel sunnudag líka.
Vonandi gengur vel að manna rennibekkinn til að við getum verið með lifandi sýningu á því hvernig verkin verða til.
ALLIR SJÁLFBOÐALIÐAR GEFI SIG FRAM VIÐ UNDIRRITAÐAN!
f.h. sýningastjórnar
Karl Helgi Gíslason
S. 8972280
trelist@simnet.is

ES: Þeir sem ætla að vera með og einnig allir aðrir félagsmenn!
Látið nú boð út ganga til ættingja, vina, samstarfsfólks og allra þeirra sem þið getið, um að mæta og gera þetta að áhugaverðri uppákomu fyrir hönd félagsins!
Þar má nota tölvupóstlistann, bloggið fésbókina eða hvern þann miðil annan sem ykkur dettur í hug.
Kveðja
Karl Helgi

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Gleðilegt ár kæru félagar

Næsti fundur verður laugardaginn 29. janúar 2011- kl.10.00 f.h.

Við verðum á nýjum fundarstað á þessum fyrsta fundi ársins sem er:

Fjölbrautarskóli Breiðholts smíðaverkstæði stendur við Hraunberg.
Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér aðkomuna á götukorti símaskrárinnar.
Margir kannast við Gerðuberg þar sem bókasafnið er til húsa og er á svæðinu.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið!