Sælir trérennismiðir,

á fræðslufundinum laugardagsmorguninn 30. nóvember kl.10:00
sýnir Ingi Guðjónsson muni og tól varðandi hjámiðjurennsli
og Bjarni Þór sýnir brýnslu á bandsög.

Nota ég tækifærið og minni líka á þema fundarins sem er JÓLASKRAUT.
Endilega komið með jólaskraut sem þið hafið rennt, tálgað,sagað,
hamrað... hvaðeina sem hugmyndaflugið býður uppá,
og leyfið fundarmönnum að njóta þess að skoða. 
Athugið að munirnir þurfa alls ekki að vera fullkomnir!

Bjóðið áhugasömum vinum með á fundinn - heitt á könnunni og
vínarbrauð með því fyrir gjafverð.

Allt áhugafólk um trérennismíði velkomið.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sæl öllsömul,
munið fræðslufund í Félagi trérennismiða á Íslandi laugardaginn 26. október 2013
Fundarstaður er í Trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti, aðgengi er Hraunbergsmegin.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 10:00

Jóhann Gunnarsson segir í máli og myndum frá smíði pípuorgels,
eflaust hafa margir séð viðtal við hann í Landanum og í sjónvarpsfréttum,
en fyrirlestur hans verður bæði fróðlegur og skemmtilegur,
ekki á hverjum bæ sem menn taka sig til og smíða orgel rétt sísvona.

Eftir kaffihlé mun Eðvarð Hermannsson sýna vél sem hann smíðaði.
http://woodgears.ca/pantorouter/index.html

Allt áhugafólk um trérennismíði er velkomið á fundinn.

Félag áhugamanna um tréskurð er með sýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi,
sýningin hólfst 19. október síðastliðinn og stendur til 12. janúar 2014.
Gerðuberg er svo stutt frá fundastað okkar að það er tilvalið að koma þar við eftir fundinn og skoða listafalleg verk tréskurðarmanna, sem margir hverjir eru einnig í Félagi trérennismiða.

Sjáumst sem flest á laugardagsmorguninn,
Antonía

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sæl öll í Félagi trérennismiða á Íslandi.
Nú er vetrarstarfið að hefjast.
Á fyrsta fundinum laugardaginn 28. september rennir Úlfar Sveinbjörnsson (Úlli) penna og einnig fræðir Katrín Karlsdóttir (listakonan KVALKA) okkur um leirvinnslu og sýnir okkur muni sem hún hefur unnið.
Fundurinn hefst að venju kl. 10:00 stundvíslega, fundarstaðurinn er Trésmíðaverkstæðið í Fjölbrautaskóla Breiðholts, aðgengi er Hraunbergsmegin.
Vonumst til að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta, munið að ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti - því allt áhugafólk um trérennismíði er velkomið.
f.h. stjórnar, Antonía.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Maí 2013

Gleðilegt sumar, margir eru að grisja,

svo nú er tíminn til að ná sér í efni

eða planta fyrir framtíðina

Sjáumst svo í haust á september fundinum.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Rennihelgin 2013


Um næstu helgi verður félagið með rennidaga föstudag 19. apríl og laugardag 20. apríl.
Hefst á föstudaginn kl. 13.00, rennt til kl. 19.00 og laugardaginn kl.09.00 til 17.00.

Skráning er hjá Valdóri Bóassyni formanni.
Netfang: valdorboasson@gmail.com eða í síma 896-9548.

Þátttakendur verða að vera með rennibekki, rennijárn og efnivið.

Vegna flutings á rennibekkjum væri gott ef einhver félagi ætti farartæki (sendibíl), væri laus og gæti tekið hring um
höfuðborgarsvæðið og tekið rennibekki fyrir þátttakendur sem hafa ekki tækifæri til að flytja sjálfir.Til dæmis á fimmtudeginum á milli kl. 17:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi.

Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á að vera með eða koma í heimsókn og skoða hvernig gengur.
Það er góð von að við fáum leynigest til að sýna okkur tökin við rennibekkinn.

Kveðja. Valdór Bóasson

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ný áætlun, dagsferð 27. apríl 2013

Sæl öll sömul,

ekki reyndist næg þátttaka í vorferð Félags trérennismiða á Íslandi
til að það tæki því að fara norður í land í 2ja daga ferð.
Þess vegna tekur við "plan B" og vísar nú nefið austur fyrir fjall,
dagsferð laugardaginn 27. apríl.

Þátttöku þarf að tilkynna til ferðanefndarinnar fyrir 17. apríl,
þ.e. Úlli, sími 863-3625 (netfang: ullis@internet.is),
eða Einar Óli, sími 663-4879 (netfang: hamrar@islandia.is).

Þátttökugjald verður 6-7 þúsund kr á mann fyrir rútu og mat.

Ferðaáætlun:

Lagt af stað kl. 10.00 frá Fjölbrautaskólanum Breiðholti, trésmíðaverkstæði.

1. Sigga á Grund, heimsótt.

2. Hádegisverður í Geysi í Haukadal

3. Skoðað furðuhús sem Guðmundur á Flúðum smíðaði.

4. Límtrésverksmiðja og smíðaverkstæði Guðmundar skoðað.

5. Farið í Búrfellsvirkjun og vindmyllur skoðaðar.

6. Kaffi og snyrting í Árnesi.

7. Ekið heim, áætlaður komutími kl. 19:00 +/-

Góða ferð.

Munið að kjósa snemma morguns - eða eftir heimkomu.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sælir félagar,
eins og þið hafið eflaust tekið eftir við lestur mars-fréttabréfsins hefur aðalfundi verið flýtt um eina viku
miðað við það sem venjan er. 

Ástæðan er sú að síðasti laugardagur mánaðarins er daginn fyrir Páskadag,
ekki beinlínis hentugur dagur fyrir fundahöld.

Semsagt, aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. mars. 2013
Eftir aðalfundardagskrána sýnir Muggi hvernig hann rennir handfang á pönnukökupönnu.

Ef tími vinnst til gæti verið að Bjarni Þór (fræðslunefndin) lumi á einhverju fleiru áhugaverðu... sjáum til.
Fundarstaður er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, trésmíðaverkstæðið - aðgengi Hraunbergsmegin.


Allt áhugafólk um trérennismíði er velkomið á fundinn.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sæl öll, munið fræðslufundinn hjá Félagi trérennismiða á Íslandi 

laugardaginn kl.10.00 - 23. febrúar 2013 að venju í smíðadeild

Fjölbrautaskólans í Breiðholti, aðgengi Hraunbergsmegin.

Vífill Valgeirsson sýnir silfursmíði.
Úlfar Sveinbjörnsson rennir skál í bak og fyrir.
 
Ekki hika við að taka með ykkur gesti.

Kveðja fyrir hönd stjórnar , Einar Óli

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sælinú félagar,

Gleðilegt nýtt ár (það er ekkert of seint að óska þess í janúar).

Fyrsti fræðslufundur Félags trérennismiða á þessu ári verður LAUGARDAGINN 26. janúar 2013

og hefst að venju kl. 10:00.

Fundarstaður er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, trésmíðadeild - aðgengi frá Hraunbergi

(nýir félagar athugið, loftmynd af svæðinu er að finna neðar á síðunni)

Á þessum fundi verður þrennt tekið fyrir:

Muggi í Handverkshúsinu verður með stutt erindi um lím/límingar, og

Guðmundur Magnússon (Guðmundur á Flúðum) verður við bekkinn og sýnir rennsli.

Heitt á könnunni að vanda.

Allt áhugafólk um trérennismíði er velkomið á fundinn.

---

Ekki gleyma að tilkynna nýtt heimilsfang við flutninga -

athugið nýtt netfang mitt, tona@talnet.is

---

Antonía