Í átt til betri áferðar - Eftir Ray Key

Fyrst skal fram tekið, að ekkert magn slípunar megnar að bæta lélega rennsluvinnu, þannig að útkoman verði "fullkominn" rennslugripur.

Það er því mikilvægt að renna stykkið eins hreint og slétt og hægt er, áður en byrjað er að slípa. Í mörg ár notaði ég venjulegan sandpappír, aldrei grófari en 120, en mest 150, 220, 330 korn, svo að rennivinnan varð að vera nokkuð góð, og svo slípaði ég að lokum með stálull 000 eða 0000.

Fyrir 2-3 árum síðan fór ég að nota silicone-carbide (blaut/þurr) pappír og með honum fékk ég mikið betri áferð en með venjulegum sandpappír.
En mesta framförin í áferð verka minna varð eftir heimsókn mína til Bandarríkjanna 1981.

Á renniverkstæði Davids Ellsworths var slípað með sjálflímandi Trimite pappírsskífum, festum á svampdisk sem settur var í borvél, og síðan bæði rennibekkurinn og borvélin látin snúast.
Slípað var með pappír frá 150 niður í 700 korna, og árangurinn, engin slípiför né rispur. Eftir að hafa séð árangurinn sem David náði, reyndi ég þetta sjálfur þegar heim kom.

Það endaði með því, að nú slípa ég alla skálar og annað, með þessari aðferð, þegar því verður við komið. Besti árangur fæst með bekkinn á ca. 750-1400 snú., og borvélina á ca. 2400 snú.(??) sem er hæðsti hraði á fjölmörgum borvélum. Það er áríðandi að bekkurinn taki ekki völdin af borvélinni.
Farið varlega þegar þessi aðferð er notuð við stórar skálar, því þá getur kanthraðinn orðið varasamur.

AÐFERÐIN: Slípið létt frá miðju og út, milli kl.9 og 7 ef bekkurinn snýst réttan snúning, en milli kl. 3 og 5 ef hann snýst öfugan. Maður fær fljótt tilfinningu fyrir þessu, alveg eins og fyrir rennijárnunum.
Það er best að slípa með ytri kantinum á diskinum heldur en að láta allan flötinn leggjast að - þú finnur fljótt hvað hentar best. Venjulega hef ég 3-4 diska tilbúna með pappír á, 120, 180, 240 og 320 korna, og skipti svo fram
og til baka, þar til ég næ æskilegri áferð, og slípa svo að síðustu yfir með 0000 stálull. Varist að borvélakabalinn komi við rennslugripinn, og að vélin sjálf fari utaní "hinn" kantinn á rennslugripnum - það þarf aðeins að viðhafa gripsvit kringum þetta. Til að einfalda valið á áferð, og hvað á að beraí, vil ég taka fram, að ég er á móti háglans áferð, því mér finnst það gera viðinn líkan plasti. Ég vil að viður hafi viðaráferð - í mesta lagi satínáferð.

FYRIR MATARÍLÁT: Þá er það eingöngu olíáburður; tekkolía eða matarolía. Persónulega nota ég glæra tekkolíu á ljósan við, en dökka tekkolíu fyrir dökkan harðvið.

AÐFERÐIN: Eftir að búið er að slípa og bekkurin hefur stöðvast, berið þá góða umferð af olíu á með tusku. Setjið bekkinn af stað aftur, takið vel slitna örk/bút af silicone-carbide pappír (wet & dry) og slípið olíuna inní gripinn, þetta gefur enn betri áferð. Stöðvið bekkinn og berið olíuna á aftur, setjið í gang, og "rennið" olíuna nánast þurra úr stykkinu, með hreinni, mjúkri tusku.
Gripurinn er nú tilbúinn, en viljir þú fara einu skrefi lengra, taktu þá handfylli af mjúkum spónum / sagi úr sama efninu og settu í gang, og nuddaðu þessu inní timbrið. Nú hefurðu vatnsvarinn hlut til í eldhúsnotkunar, og þarf aðeins að bera á hann matarolíu við og við.

SKRAUTHLUTIR.
Aðferð: Eftir að búið er að slípa, berið þá á eina umferð af "Shellac Sanding Sealer" (má líka nota cellulósa sealer) með tuskupensil/bursta. Látið þorna amk. 15 mín; takið vel slitna örk af sillicone-carbide pappír, og bleytið hann annað hvort með tekkolíu eða berið á hann mjúkt vax (paste wax) eftir því hvort áferðin á að vera "olíu" eða "bónuð". Setjið bekkinn í gang og slípið létt með þessu. Setjið svo tekkolíuna eða vaxið í 0000 stálull, og "rennið" létt yfir verkið - nú ætti áferðin að vera orðin góð. Shellac Sanding Sealer lokar "háræðaholum" í viðnum, og gerir hann sléttari, og jafnframt minna móttækilegan fyrir ryki.