Fréttir af fyrsta haust-vinnufundi félags trérennismiða á Íslandi, 2005.

Fundur trérennismiða sem haldin var laugardaginn 24.september, var vel sótturGunnar Pálsson og Sigurður Helgason sögðu frá Færeyjaferðinni og fl. lögðu þeim lið. Pétur Eiríksson sýndi okkur skálar úr eik og samlímdar skálar úr hlyn og maghony. Þá tóku menn sér tíma í kaffi og umræður.

Að síðustu sýndi Valdór Bóasson okkur hnífa sem hann smíðaði sköft á og leðurhulstur. Hann hafði þá nýverið verið á námskeiði hjá Heimilisiðnaðarfélaginu.


Vilmundur segir að fræðslunefndin sé komin af stað að vinna efni fyrir næstu fundi, sem verða 29. október og 26. nóvember. Þeim upplýsingum verður komið á framfæri þegar þær berast.

 

Allt efni á þessar heimasíðu er eign höfunda og hagnýting á öðrum vettvangi er aðeins heimil með leyfi höfunda.