Á aðalfundi Félags Trérennismiða á Íslandi  25. mars 2006

Það helsta á 12. starfsári Félags trérennismiða á Íslandi

Á aðalfundi Félags Trérennismiða á Íslandi  25. mars 2006 rakti Kristján Heiðberg formaður félagsins helstu viðfangsefni á 12. starfsárinu.

Í félaginu eru nú skráðir um 200 félagsmenn af öllu landinu.


Kristján Heiðberg, formaður í pontu á aðalfundinum.   

Antonía Sveinsdóttir

  kom ný inn í aðalstjór.

 

Stjórnarmeðlimir í þungum þönkum.

Félagsfundir eru haldnir síðasta laugardag vetrarmánuðina sept.- mars. að desember undansk. í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands að Skipholti 37, Reykjavík kl. 10 og eru allir velkomnir.

Vorferðin er síðan í apríl.

 

 

Góð mæting var á aðalfundinum sem og á vinnufundum.

Mikið má læra af áliti annara rennismiða.

Á síðasta ári var farið til Færeyja þar sem við eigum félagsmann sem greiddi götu okkar þar.  Félagsmenn sýndu í Nærræna Húsinu í Færeyjum.


Hrafnkell Gíslason, Úlfar Sveinbjörnsson, Ole Jakob Nielsen, Landstjórinn og menntamálaráðherrann,
Jogvan á Lakjuni sem heiðraði okkur með því að opna fyrir okkur sýninguna með vinsamlegri tölu.

 

Málin rædd yfir kaffisopa.

Á félagsfundina komu til okkar m.a.  tréskurðarmaður, hnífagerðarmaður,
fræðslu og kynningarstjóri skógræktar ríkisins og félagsmenn sýndu við rennibekkinn.


Páll Zófaníasson kom með þennan grip og sýndi á síðasta vinnufundi.

Rendir munir sem voru til sýnis.

Námskeið var í skeptingu hnífa og leðurhulsturgerð.  Bandaríkjamaður kom í
heimsókn.  Góð mæting er á fundum, allt að 45 þegar best lætur. Fréttabréfið kemur út fjórum sinnum  ári.

Rendar krúsir og fl..

Vorðferðin er áætluð til Egilsstaða og nágrennis 29. apríl n.k. og er Úlfar Sveinbjörnsson (Úlli) fararstjóri.

Skátar eru ávalt viðbúnir

Joel Cole, ungur listamaður frá Shakopee, Minesota
í Bandaríkjunum.

www.joelcole.com

Skálar sem Joel hafði með sér frá USA

 

Allt efni á þessar heimasíðu er eign höfunda og hagnýting á öðrum vettvangi er aðeins heimil með leyfi höfunda.