Vinnufundurinn 28. október 2006 var einnig vel sóttur.
Þar á meðal voru félagar úr félagi tréskurðamanna og kvenna, sem komnir voru til að hlíða á formann sinn og til að kynnast starfsemi félags trérennismiða.
Friðgeir Guðmundsson, formaður félags tréskurðarmanna, hélt fyrirlestur um sögu útskurðar.
Að loknum fyrirlestri Friðgeirs, tók Trausti smá snúnig á rennibekknum og rendi myndarlegan vasa.
Verklagni Trausta vakti forvitni viðstaddra.
Trausti hafði með sér nokkra renda muni sem hann hefur gert.
![]()
![]()
Mættu félagsmenn gera meira af því að deila með okkur því sem þeir eru að vinna að.
Bæði okkur hinum til fróðleiks og einnig til að fá ráð um vinnubrögð hjá hvor öðrum.
Allt efni á þessar heimasíðu er eign höfunda og hagnýting á öðrum vettvangi er aðeins heimil með leyfi höfunda.