Vinnufundurinn 27. janúar 2007

Ásgeir Júlíus Ásgeirsson handverksmaður frá Grindavík kom á janúar fundinn 2007 og sagði frá gerð trémyndar, í fullri stærð, af Petru (steina Petru) á Stöðvarfirði.

 

Ásgeir sýndi leirmynd sem hann notar sem fyrirmynd.

 

Þá renndi hann víking úr gullregni.

Ásgeir hefur rennt víkinga og selt í verslunum hér á landi um árabil.

 

Þetta var fjölmennur fundur þar sem milli 30 og 40 mættu.

Verum dugleg að deila, því sem við erum að gera, með öðrum ! Þannig eflist hver og einn og þekkingin á trérennismíðinni vex.

 

Allt efni á þessar heimasíðu er eign höfunda og hagnýting á öðrum vettvangi er aðeins heimil með leyfi höfunda.