Vinnufunur 31. október 2009
Þessi fundur byrjaði á "Bíósýningu" myndin var Metal Spinning með Robert Sorby, einnig voru til sýnis nokkrir gripir eftir Ársæl heitinn Guðsteinsson í Lýsingu, hann hafði verið með sýnikennslu hjá okkur fyrir nokkrum árum.
Einnig komu margir með verk sín, það veit á gott og vonandi heldur það áfram í vetur.
Guðmundur Magnússon kom með marga furubúta frá skógarbóndann Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum í Skorradal fyrir okkur til að renna úr, hugmyndin er að gefa gipina þá til góðgerðarmála, gripunum á síðan að skila á nóvembersfundinum.
Allskyns gripir eftir Úlfar Sveinbjörnsson á þessu horni. |
Gripirnir hans Sæla í Lýsingu. |
Kalli sýndi nokkur tæki fyrir "Metal Spinning. |
Fuglar eftir Reyni Sveinson. |
Kollur eftir Einar Óla Einarsson. |
Rokkur og samlímdar skálar eftir Einar Sigurbergsson. |
Samlímdir gripir eftir Inga B. Guðjónsson. |
|
Gunnar Guðmundsson fékk smá kaffisopa. |
|
Furubútarin úr Skorradal í kassavís. |
Eins gott að velja réttan bút, hvar greinarnar koma út o.s.f. |
![]() |
![]() |
Mjög falleg kanna eftir Þorvald Hafberg. |
![]() |
Allt efni á þessar heimasíðu er eign höfunda og hagnýting á öðrum vettvangi er aðeins heimil með leyfi höfunda.