Vorferð Félags Trérennismiða á Íslandi 29. og 30. apríl 2006

 

Laugardaginn 29. apríl var flogið snemma um morguninn til Egilsstaða og gist á Hótel Héraði.

Kl. 10 var lagt af stað í Hallormsstað þar sem Þór Þorfinnsson tók á móti hópnum og leiðbeindi og fræddi um skóginn.

    

                      

Úlfar Sveinbjörnsson, fararstjóri og Þór Þorfinnsson                           Trén og Sigurður teigja sig til himins 

                                              

                        Sverasti bolurinn í skóginum                             Sama tré í heild sinni !!

                         (ekki Úlli ! heldur grenið)

 

 Í Skóginn hafa komið listamenn frá ýmsum löndum og skilið eftir sig listaverk.

            

                                                        Hrafnkell Gíslason fyrir utan eitt þessara verka.

Megnið af þeim hóp sem þátt tóku í vorðferð félagsins 29. til 30. apríl 2006.

    Úr Hallormsstað var svo haldið um hádegisbil til Skriðuklausturs,

   

                  þar sem snædd var súpa.

 

Hversvegna hafa Íslendingar ekki byggt fleiri hús                            Að súpu lokinni í Skriðuklaustri.

í þessum stíl?   Nóg er til af grjóti til að vinna úr.                                              

 

Frá Skriðuklaustri var síðan haldið í Végarð, þar sem Sólveig Bergsteinsdóttir tók á móti

hópnum og var virkjunin skoðuð.

 

Að þeirri skoðun lokinni var Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi heimsóttur.

 

                             

Hákon og Karl Helgi.                                                                Úlli afhendir Hákoni sérmerktan penna.

   

Kveðskapartjaldið.                                          Þar sem enginn var eldurinn, þá varð engin limra.

Á hlaðinu hjá Hákoni Aðalsteinssyni.

 

Um kvöldið var síðan snæddur kvöldverður á Hótel Héraði.

 

Sunnudagur 30. apríl.

Eftir frábæran morgunverð var haldið til Reyðarfjarðar þar sem Björn Lárusson tók á móti okkur og sýndi hópnum álverið.

 

            Allir með og brosa nú!                                  

               

Þaðan var haldið í hlaðborð á Fjarðarhóteli.

Eftir matinn voru Hlynur Halldórsson, Edda kona hans og sonur þeirra, heimsótt í gallerý Eik.

    

Hópurinn í handverkshúsinu Eik á Miðhúsum.                          Myndir og munir skoðaðir. 

  

Lampafótur í galleríinu Eik.

Guðmundur frá Selfossi og Leifur úr Vestmannaeyjum, á verkstæðinu á Miðhúsum.

Heimilisfólkinu á Miðhúsum afhenntur sérmerktur penni í gallerý Eik.

Á  leiðinni í flugið var komið við á handverksýningu eldri borgara á Héraði

bæði í Félagsmiðstöðinni Miðvangi 22 og í Kompunni Lyngási 12.

 Á seinni staðnum þáði hópurinn kaffi og kleinur, ásamt því að karlar og konur reyndu með sér í Botsía.