Vorferð Félags trérennismiða um Suðurströnd Íslands 30.apríl 2011

Jörð var alhvít í Reykjavík þennan morgun er lagt var af stað frá Fjölbraut í Breiðholti rúmlega kl. 10 til Hvolsvallar, en þar var fyrsta stopp í Sögusetrinu, síðan var farið í Grillveislu á Heimalandi, "Bræður Kokksins" (Hinrik og Einar Óli Einarsynir) stóðu við grillið, þar var etið og drukkið eins og hver gat. Síðan var Skógasafn skoðan með leiðsögn Hr.Þórðar Tómassonar, að lokum spilaði hann og flutti gamla bæn fyrir okkur í kirkjunni. Þá var haldið til Þorvaldseyrar og ný opnuð Gestastofa var skoðuð, þar var sýnd heimildarmynd um bæinn, eldgosin og fólkið. Á leiðinni heim var aftur stoppað á Heimalandi og drukkið kaffi, etið brauð með salati og sætabrauð.

Gott veður var eins og alltaf, snjó laust var á suðurlandinu, Úlli og Einar Óli voru fararstjórar.

Hrafkell fylgist vel með á Njáluslóð.

Forstöðumaður Sögusetursins Sigurður Hróarsson.

Frændurnir Tryggvi og Þórður, einnig Þorvaldur og Guðleif.

 

Safnstjórinn Þórður Tómasson fræddi okkur um þetta allt.

 

Áttæringurinn Pétursey.

 

Ýmsir merkis gripir voru skoðaðir í kirkjunni,

eins og síðasta kvöld máltíðin , útskorinn í tré.

Félagarnir fyrir utan Gestastofuna.

Þorvaldseyri

 

Peð eftir Hrafkell Gísalson, hæð 11.8 mm.

http://www.njala.is

http://www.skogasafn.is

http://www.thorvaldseyri.is

http://www.icelanderupts.is