Vorferð Félags trérennismiða um Snæfellsnes 28. apríl 2012

Árni B. Stefánsson var fararstjóri, fræddi hann okkur um land og sögu á leiðinni,
um alla þessa staði sem við ókum um, alla leið frá Elliðarvogi og út fyrir Snæfellsjökul.

Ferðin var eitthvað á þessa leið, lagt var af stað kl. 09.00 frá FB, ekið var vestur, stoppað var í Borgarnesi og drukkið kaffi,
síðan var ekið til Stykkishólms, þar tók Trausti Tryggvason á móti okkur, hann leiðbeindi okkur til Sigríðar í Leir 7, hún hélt stuttan fyrir lestur um íslenskaleirinn og sín verk, etið var á Gilinu Ólafsvík, svo lá leið okkar enn vestar, á Djúpalónssand og síðan loksins í Undirheima Vatnshellis, þar fengum við að upplifa og sjá einstaka hluti með Árna hellamanninum fróða um þennan einstakahelli. Því líkt afrek sem þar er búið að vinna, meira en orð fá lýst. Eftir að rútunni var ýtt í gang var haldið til baka sunnan megin á nesinu, stoppað hjá Jóni Einarssyni og Frú Erlu í kaffi, kleinum, pönnsum og konfekti, síðan var haldið á leið suður, ferðinni lauk síðan við FB kl. 21.30.

Við fengum líka að njóta visku og fróðleiks Árna um hraunhella rannsóknir hans og Gunnhildar eiginkonu hans. Takk fyrir það.

Jón og Erla takk fyrir frábærar móttökur og veitinga.

Myndirnar hér fyrir ofan eru eftir Úlfar Sveinbjörnsson ©.

Myndirnar hér fyrir ofan eru eftir Reynir Sveinsson ©.

 

Myndirnar hér fyrir ofan eru eftir Sigurð Má Helgason ©.