Félagar sem renna eitthvað á fæti og koma með á októberfundinn (26. okt) fá nafnið sitt í pott. Vinningshafi verður dreginn á staðnum en vinningur verður tilkynntur þegar nær dregur.
Nú er bara að láta hugann reika og renna eitthvað á fæti!
Septemberfundur - 28.09.24
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 28. september kl. 10 árdegis.
Örn verður við rennibekkinn og ætlar að sýna hvernig piparkvörn er rennd.
Látið sjá ykkur, komið með nýlega gripi og segið sögur. Höfum gaman.
Siggi sér um kaffið að venju.
Marsfundur 2024 seinkar um viku: 06.04.24
Síðasta helgin í marsmánuði er páskahelgin og er fundi því seinkað um eina viku, til 6. apríl 2024.
Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 10 árdegis. Eric ætlar að sýna okkur undirbúningsvinnuna við bútarennsli (segmented turning). Áskorun mánaðarins er penni eða annað skriffæri, sjá nánar hér. Kaffi og spjall svo á sínum stað.
Þetta er síðasti fundur fyrir sumarfrí (vorferðin er í lok apríl, endilega komið með það sem þið hafið verið að gera undanfarið og sýnið fundargestum inni á kaffistofu!
Munið að ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti, því allt áhugafólk um trésmíði er velkomið.
Marsáskorun
Marsáskorunin er penni (blýantar og önnur skriffæri leyfileg)
Félagar sem renna og koma með skriffæri laugardaginn 6.apríl fá nafnið sitt í pott. Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi úrval af hráefni í áframhaldandi pennarennsli.
Aðalfundur - 24.02.24
Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 24. febrúar kl. 10 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.
Rennsli eða önnur fræðsla í boði Bjarna. Kaffi og spjall.
Rétt er að geta þess að núverandi stjórn félagsins gefur öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en öll framboð vel þegin. Eins ber að geta þess að einungis þeir sem greitt hafa félagsgjaldið teljast félagar og hafa þannig atkvæðisrétt skv lögum félagsins.
Minni einnig á áskorun Andra. Að þessu sinni er það eldhúsáhald, rennt að einhverju eða öllu leyti. Hvet alla til að taka þátt. Vinningurinn er eiguleg bók frá Handverkshúsinu.
Þá verður full kerra af reynivið úr Hólavallakirkjugarði í boði.
Febrúaráskorun
Febrúaráskorunin er eldhúsáhald.
Félagar sem renna og koma með eldhúsáhald/áhöld laugardaginn 24.feb fá nafnið sitt í pott. Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi sérvalda bók með skemmtilegum renniverkefnum. Þakkir fær Handverkshúsið fyrir að leggja til vinning mánaðarins!