Aðalfundur - 24.02.24

Aðalfundur - 24.02.24

febrúar 15, 2024
admin

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 24. febrúar kl. 10 árdegis.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Önnur mál.

Rennsli eða önnur fræðsla í boði Bjarna.
Kaffi og spjall.

Rétt er að geta þess að núverandi stjórn félagsins gefur öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en öll framboð vel þegin.
Eins ber að geta þess að einungis þeir sem greitt hafa félagsgjaldið teljast félagar og hafa þannig atkvæðisrétt skv lögum félagsins.

Minni einnig á áskorun Andra. Að þessu sinni er það eldhúsáhald, rennt að einhverju eða öllu leyti. Hvet alla til að taka þátt. Vinningurinn er eiguleg bók frá Handverkshúsinu.

Þá verður full kerra af reynivið úr Hólavallakirkjugarði í boði.

Allur réttur áskilinn trérennismiða.