Fréttir

25. mars, 2025
Aðalfundur - 29.03.25

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 29. mars kl. 10 árdegis.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Formanni hafa ekki borist neinar tilkynningar um framboð til stjórnar né tilllögur að lagabreytingum.Fræðsla í boði Bjarna.Kaffi og spjall.

Lesa nánar
6. mars, 2025
Óskum eftir þátttakendum og aðstoðarfólki fyrir afmælissýningu félagsins

Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins mun félagið taka yfir sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi, í 30 daga, allan aprílmánuð. Við byrjum á því að breyta rýminu í vinnustofu, með þeim tækjum og búnaði sem þarf til trérennismíða. Rennibekkur félagsins verður miðjupunktur vinnustofunnar og fyrri hluti aprílmánaðar fer í að renna! Félagar munu þá […]

Lesa nánar
25. febrúar, 2025
Streymi og upplýsingar frá febrúarfundi - 22.02.25

Hér er upptaka frá febrúarfundinum (fræðsla fundar byrjar á 24:40 og hljóð dettur inn á 30:06). Áður en fræðslan hófst kynnti Andri fyrirkomulag afmælissýningar félagsins:Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins verður 30 daga viðburður, allan aprílmánuð, í samstarfi við Handverk og hönnun.Vinnustofa verður sett upp í húsnæði Handverks og hönnunar (Eiðistorgi) og þátttakendum verður […]

Lesa nánar
15. febrúar, 2025
Febrúaráskorun ´25

Febrúaráskorunin er að renna mat (úr tré) Félagar sem renna eitthvað matarkyns og koma með á febrúarfundinn (22. feb) fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi gjafakort tengt mat frá Andra. Sjáumst á renndu hlaðborði!

Lesa nánar
2. febrúar, 2025
Streymi og upplýsingar frá janúarfundi - 25.01.25

Hér er upptaka frá janúarfundinum. Eitthvað vandamál virðist vera á hljóðupptöku. Vegna forfalla stóð Andri við rennibekkinn og sýndi pennarennsli. Fór hann yfir hvaða áhöld eru notuð og sýndi nokkur áhöld sem auðvelda pennarennslið en eru þó ekki nauðsynleg. Tveir pennar fengu sitthvora yfirborðsmeðferðina, þunnt CA lím og Friction polish (lakk). Janúaráskorunin var fuglafóðrari.Áskorunarverkefnið hefur […]

Lesa nánar
23. janúar, 2025
Janúarfundur - 25.01.25

Janúarfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 25. janúar kl. 10 árdegis.Bjarni Þór sér um fræðslu/sýnikennslu.Janúaráskorunin er að renna fuglafóðrara og vinningshafi fær glaðning frá viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur.Kaffi og spjall að venju. Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega með ykkur gesti og/eða látið aðra vita af fundinum.

Lesa nánar
8. desember, 2024
Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 30.11.24

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. (fundur byrjar á 8:00, hljóð dettur inn 16:18) Til stóð að fá sýnikennslu frá erlendum rennimeistara en hann þurfti því miður að fresta komu sinni vegna veikinda. Andri bauð upp á stutta og jólalega sýnikennslu í hjámiðjurennslu, þar sem hann renndi jólatré með fimm mismunandi miðjuásum. Nóvemberáskorunin var "Jóla jóla".Flott […]

Lesa nánar
19. nóvember, 2024
Nóvemberáskorun ´24

Nóvemberáskorunin er að renna eitthvað tengt jólunum. Félagar sem renna eitthvað jólalegt og koma með á nóvemberfundinn (30. nóv) fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi kassa af hráefni frá Sigurði Má og jólagjöf frá Andra. Munið að verkefnið á að vera nýtt (rennt í áskorunarmánuði) og því komið gott […]

Lesa nánar
26. október, 2024
Streymi og upplýsingar frá októberfundi - 26.10.24

Sveinbjörn kynnti verslunina/efnissöluna Gæðatré (http://www.gtre.is) en þeir bjóða félögum 20% afslátt!Eric sýndi okkur skrefin við að renna snúna stafskál (e. twisted stave bowl). Eric sá þessa hugmynd hjá Gary Asher nokkrum og var í samskiptum við hann meðan hann prófaði sig áfram. Gary mun svo fá sendingu af íslensku sælgæti frá Eric fyrir hjálpina.Fyrir þá […]

Lesa nánar
23. október, 2024
Októberfundur - 26.10.24

Októberfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 26. september kl. 10 árdegis.Innviðir/Gæðatré verða með kynningu á sínu og Eric Shapow sýnir okkur rennsli: Snúin stafskál (twisted stave bowl).Októberáskorunin er að renna eitthvað á fæti og vinningshafi fær glaðning frá Gæðatré.Kaffi og spjall að venju. Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega […]

Lesa nánar
Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.