Fréttir

mars 14, 2024
Marsfundur 2024 seinkar um viku: 06.04.24

Síðasta helgin í marsmánuði er páskahelgin og er fundi því seinkað um eina viku, til 6. apríl 2024. Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 10 árdegis.Eric ætlar að sýna okkur undirbúningsvinnuna við bútarennsli (segmented turning).Áskorun mánaðarins er penni eða annað skriffæri, sjá nánar hér.Kaffi og spjall svo á sínum […]

Lesa nánar
mars 14, 2024
Marsáskorun

Marsáskorunin er penni (blýantar og önnur skriffæri leyfileg) Félagar sem renna og koma með skriffæri laugardaginn 6.apríl fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi úrval af hráefni í áframhaldandi pennarennsli.

Lesa nánar
febrúar 15, 2024
Aðalfundur - 24.02.24

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 24. febrúar kl. 10 árdegis.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.Önnur mál. Rennsli eða önnur fræðsla í boði Bjarna. Kaffi og spjall. Rétt er að geta þess að núverandi stjórn félagsins gefur öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en öll framboð vel þegin.Eins […]

Lesa nánar
febrúar 15, 2024
Febrúaráskorun

Febrúaráskorunin er eldhúsáhald. Félagar sem renna og koma með eldhúsáhald/áhöld laugardaginn 24.feb fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi sérvalda bók með skemmtilegum renniverkefnum.Þakkir fær Handverkshúsið fyrir að leggja til vinning mánaðarins!

Lesa nánar
Allur réttur áskilinn trérennismiða.