Lög félagsins

1. gr. Nafn félagsins er Félag trérennismiða á Íslandi.

2. gr. Félagsrétt eiga allir áhugamenn um trérennismíði. Félagar teljast þeir einir, sem hafa greitt félagsgjald.

3. gr. Markmið og hlutverk félagsins er að vinna að framgangi trérennilistar á Íslandi s.s. með námskeiðum, sýningum, útgáfu og þ.u.l.

4. gr. Stjórn félagsins skipa fimm félagsmenn sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Varamenn skulu vera þeir sem næstir eru þeim að atkvæðatölu. Sé stjórn sjálfkjörin,skal einnig tilnefna varamenn. Stjórnarmenn skipta sjálfir með sér verkum og kjósa sér formann,gjaldkera og ritara. Tveir endurskoðendur eru kosnir af aðalfundi. Nefndir skulu kosnará aðalfundi eftir þörfum og framkomnum tillögum. Þá er stjórn heimilt að skipa nefndir eftir því sem þörf krefur.

5. gr. Allar kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar, sé eigi sjálfkjörið.

6. gr. Aðalfundur ákveður árstillag félagsmanna hverju sinni. Það skal innheimta fyrir lok maí.

7. gr. Aðalfundur skal haldin í febrúar ár hvert og skal hann auglýstur með bréfi til félagsmanna með minnast viku fyrirvara.

8. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera:

• Skýrsla stjórnar.
• Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
• Lagabreytingar ef einhverjar eru.
• Kosningar stjórnar og nefnda.
• Ákvörðun félagsgjalda.
• Önnur mál.
• Fundargerð lesin og borin undir atkvæði.

9. gr. Stjórnin skal kveðja til almenns félagsfundar, ef minnst fimmtungur félagsmanna æskir þess.

10. gr. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi með samþykki 2/3 hluta fundarmanna. Aðalfundur er löglegur, ef löglega er til hans boðað.

Allur réttur áskilinn trérennismiða.