Síðasta helgin í marsmánuði er páskahelgin og er fundi því seinkað um eina viku, til 6. apríl 2024.
Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 10 árdegis.
Eric ætlar að sýna okkur undirbúningsvinnuna við bútarennsli (segmented turning).
Áskorun mánaðarins er penni eða annað skriffæri, sjá nánar hér.
Kaffi og spjall svo á sínum stað.
Þetta er síðasti fundur fyrir sumarfrí (vorferðin er í lok apríl, endilega komið með það sem þið hafið verið að gera undanfarið og sýnið fundargestum inni á kaffistofu!
Munið að ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti, því allt áhugafólk um trésmíði er velkomið.