Um okkur

Félag trérennismiða á Íslandi

Stofnfundur Félagsins var haldin þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldin framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.

Tilganguinn með stofnun félagsins var í höfuðdráttum þessi:

  • Að efla og bæta trérennismíði á íslandi með því meðal annars að mynda fagleg og
    félagsleg tengsl milli áhugafólks á þessu sviði.
  • Að miðla upplýsingum og standa fyrir námskeiðahaldi í trérennismíði
  • Að standa fyrir sýningum og samkeppum meðal félagsmanna
  • Að vekja áhuga og skilning almennings og opinberra aðila á gildi trérennismíðalistar.
  • Að mynda tengsl við sambærileg félög erlendis.
  • Að stuðla að því að félagar geti keypt fjölbreitt og hagkvæmt efni til trérennismíða og
    fái leiðbeiningar um kaaup á rennibekkjum og verkfærum til trérennismíði
  • Að veita félögum upplýsingar um mennntunarmöguleika, bæði námskeið og skóla
  • Að koma upp bóka- og myndbandasafni
  • Að halda vinnufundi
Stjórn félagsins setti sér strax háleit markmið til að vinna að og vænti þess að sem flestir leggðu þar hönd á plóg til að þau mættu rætast.
Allur réttur áskilinn trérennismiða.