Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti (við Hraunberg) laugardaginn 27. september kl. 10 árdegis.
Athugið að framkvæmdir standa yfir við trésmíðadeildina. Félagar gætu þurft að nýta önnur bílastæði í nærumhverfinu.
Andri mun standa við rennibekkinn og Júlíana kynnir áhugavert rennt góðgerðarverkefni.
Fjölmennum á þennan fyrsta fund tímabilsins 2025-26 og takið endilega með það sem hefur komið af rennibekknum undanfarið.
Munið að allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega með ykkur gesti og/eða látið aðra vita af fundinum.
Kaffi, spjall og góður félagsskapur að vanda.