Streymi, upplýsingar og góðgerðaráskorun frá sept.fundi - 27.09.25

Streymi, upplýsingar og góðgerðaráskorun frá sept.fundi - 27.09.25

29. september, 2025
andri.snaer.th@gmail.com

Hér er upptaka frá septemberfundinum (fundur byrjar á 14:00).

Á þessum fyrsta fundi vetrarstarfsins fór Andri yfir algengustu rennijárnin, hlutverk þeirra og notkun. Þessar upplýsingar/upprifjun á járnunum var meðal þess sem óskað var eftir að yrði tekið fyrir á fundi, þegar könnun var send síðasta vor.
Einnig var mikið beðið um brýnslu, sem verður tekin fyrir á októberfundi.

Júlíana kynnti góðgerðarverkefni, að félagar renni hárkollustanda sem verða svo afhentir Krabbameinsfélaginu. Júlíana sýndi dæmi um útfærslur, ásamt upplýsingum um stærðir og form standanna. Þessar upplýsingar er hægt að sjá á upptökunni hér fyrir ofan, hennar kynning byrjar á 1:26:20.

Júlíana skoraði á félaga að renna stand/a og koma með á októberfund. Ef félagar vilja af einhverjum ástæðum ekki gefa sína standa áfram til Krabbameinsfélagsins, þá er það í góðu lagi. Skorum samt á sem flesta að taka þátt og mæta með stand/a á októberfund!
Júlíana safnar stöndunum saman í lok fundar og afhendir Krabbameinsfélaginu.
Ef þátttaka verður góð er jafnvel hægt að gera þetta að árlegu verkefni.
Félagar geta haft samband ef spurningar vakna: julianaomars@gmail.com

Hér er skjal með ýmsum upplýsingum um sambærilegt verkefni:
https://www.woodturner.org/common/Uploaded%20files/WIT/Liaison/Wigstand%20Collated%20articles.pdf

Hér er meistarinn Richard Raffan að sýna hvernig hann rennir hárkollustand:

Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.