Janúarfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 25. janúar kl. 10 árdegis.
Bjarni Þór sér um fræðslu/sýnikennslu.
Janúaráskorunin er að renna fuglafóðrara og vinningshafi fær glaðning frá viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Kaffi og spjall að venju.
Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega með ykkur gesti og/eða látið aðra vita af fundinum.