Októberfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 26. september kl. 10 árdegis.
Innviðir/Gæðatré verða með kynningu á sínu og Eric Shapow sýnir okkur rennsli: Snúin stafskál (twisted stave bowl).
Októberáskorunin er að renna eitthvað á fæti og vinningshafi fær glaðning frá Gæðatré.
Kaffi og spjall að venju.
Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega með ykkur gesti og/eða látið aðra vita af fundinum.