Streymi og upplýsingar frá febrúarfundi - 22.02.25

Streymi og upplýsingar frá febrúarfundi - 22.02.25

25. febrúar, 2025
andri.snaer.th@gmail.com

Hér er upptaka frá febrúarfundinum (fræðsla fundar byrjar á 24:40 og hljóð dettur inn á 30:06).

Áður en fræðslan hófst kynnti Andri fyrirkomulag afmælissýningar félagsins:
Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins verður 30 daga viðburður, allan aprílmánuð, í samstarfi við Handverk og hönnun.
Vinnustofa verður sett upp í húsnæði Handverks og hönnunar (Eiðistorgi) og þátttakendum verður raðað á dagana 1. - 15. apríl. Vinnustofan verður svo að sýningarrými í seinni hluta apríl, þar sem afrakstur vinnustofunnar verður til sýnis. Á fundinum var hægt að skrá sig á sýninguna en nóg pláss er enn fyrir fleiri. Áhugasamir geta haft samband við Andra.

Bjarni Þór fræddi okkur um trafaöskjur og gerð þeirra, mjög áhugavert. Einnig sýndi hann okkur hvernig hann rennir sleifar, en hann vann hráefnið niður (og inn á milli) með heimagerðri skarexi!

Febrúaráskorunin var matur.
5 félagar tóku þátt og voru verkefnin fjölbreytt og mjög skemmtileg!
Heimir Þór fékk vinninginn að þessu sinni, sem var gjafabréf í brunch fyrir 2, í boði Andra.
Til hamingju Heimir og bestu þakkir til allra þátttakenda.

Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.