Streymi og upplýsingar frá janúarfundi - 25.01.25

Streymi og upplýsingar frá janúarfundi - 25.01.25

2. febrúar, 2025
andri.snaer.th@gmail.com

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. Eitthvað vandamál virðist vera á hljóðupptöku.

Vegna forfalla stóð Andri við rennibekkinn og sýndi pennarennsli. Fór hann yfir hvaða áhöld eru notuð og sýndi nokkur áhöld sem auðvelda pennarennslið en eru þó ekki nauðsynleg. Tveir pennar fengu sitthvora yfirborðsmeðferðina, þunnt CA lím og Friction polish (lakk).

Janúaráskorunin var fuglafóðrari.
Áskorunarverkefnið hefur kannski verið full óhefðbundið eða krefjandi því aðeins einn félagi mætti með fuglafóðrara! Það var Þórir Kristmundsson sem var því sjálfkrafa vinningshafi, til hamingju!
Hann fékk að launum íslenskt, þurrkað hráefni frá viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Næsti fundur verður laugardaginn 22. febrúar 2025 og áskorunin gæti orðið ansi skemmtileg: Matur.
Þ.e. gripir renndir úr tré, í formi matar, til að fyrirbyggja misskilning 🙂

Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.