Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 29.11.25

Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 29.11.25

2. desember, 2025
andri.snaer.th@gmail.com

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum.

Örn sagði frá Þýskalandsferð nokkura félaga. Önnur ferð er á dagskrá á næsta ári og voru 2 sæti laus þegar kynning fór fram.

Júlíana fór yfir hárkollustandaverkefnið, en þátttaka hefur verið mjög góð og hafa á fjórða tug standa verið renndir. Frábært framtak og fá félagar bestu þakkir fyrir góða þátttöku.

Af þeim sem skiluðu inn stöndum á fundinum eru hér flestir saman komnir á mynd:

Hér eru svo þeir félagar sem skiluðu inn stöndum 25. október, þegar fundur féll niður með stuttum fyrirvara:

Bjarni fræddi okkur um bit og brýnslu verkfæra, með einföldum áhöldum eins og sandpappír, stáli, leðri og póleringarpúða í rennibekk.

Næsti fundur verður 31. janúar 2026.

Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.