Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. (fundur byrjar á 8:00, hljóð dettur inn 16:18)
Til stóð að fá sýnikennslu frá erlendum rennimeistara en hann þurfti því miður að fresta komu sinni vegna veikinda. Andri bauð upp á stutta og jólalega sýnikennslu í hjámiðjurennslu, þar sem hann renndi jólatré með fimm mismunandi miðjuásum.
Nóvemberáskorunin var "Jóla jóla".
Flott þátttaka, fjölbreytt verkefni og margt skemmtilegt þegar betur var að gáð.
Til dæmis var sag límt utan á jólatré til að fá grófa áferð.
Vinningshafi fékk stóran kassa af mahogany kubbum frá Sigurði Má og innpakkaða jólagjöf frá Andri.
Nafn Lýðs Guðmundssonar var dregið úr skálinni. Til hamingju!
Næsti fundur verður laugardaginn 25.janúar 2025 og áskorunin ´Fuglafóðrari´.