Streymi og upplýsingar frá októberfundi - 26.10.24

Streymi og upplýsingar frá októberfundi - 26.10.24

október 26, 2024
andri.snaer.th@gmail.com
Hér er upptaka frá októberfundinum. (fundur byrjar á 13:46)

Sveinbjörn kynnti verslunina/efnissöluna Gæðatré (http://www.gtre.is) en þeir bjóða félögum 20% afslátt!
Eric sýndi okkur skrefin við að renna snúna stafskál (e. twisted stave bowl). Eric sá þessa hugmynd hjá Gary Asher nokkrum og var í samskiptum við hann meðan hann prófaði sig áfram. Gary mun svo fá sendingu af íslensku sælgæti frá Eric fyrir hjálpina.
Fyrir þá sem vilja skoða þetta betur þá benti Eric á að góðar leiðbeiningar væru á YouTube rás Gary:
https://www.youtube.com/@ThePapa1947

Októberáskorunin var "...á fæti", eitthvað rennt, á fæti.
Flott þátttaka og mjög fjölbreytt verkefni!
Gæðatré gaf vinninginn í þetta sinn, 20.000kr inneign.
Þökkum Gæðatré rausnarlegan vinning, en nafn Jóhanns Bjarnasonar var dregið úr skálinni. Til hamingju!

Nóvemberfundurinn er síðasti fundur ársins og eru félagar hvattir til að taka með rennda gripi sem tengjast jólunum. Þema nóvemberáskorunar er einmitt "jóla..." og verður kynnt fljótlega.

Allur réttur áskilinn trérennismiða.