Félag
trérennismiða
á Íslandi

Skrá þig

Fundir

Fundir eru haldnir í smíðaverkstæði Fjölbrautarskóla Breiðholts við Hraunberg. Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum. Fundirnir eru síðasta laugardag í september, október, nóvember og svo aftur í janúar, febrúar og mars, þeir hefjast stundvíslega kl.10.00 f.h. Í apríl er svo farið í vorferðalag.
Félagar fá tilkynningar um fundi í tölvupósti. 
Tilkynning kemur einnig inn á Facebook-hópinn ´Trérennismiðir´.

Fréttir

Janúaráskorun ´26

Fyrsta áskorun 2026 er að renna eitthvað úr tveimur viðartegundum.Það er hægt að líma saman tvær viðartegundir og renna svo eða gera verkefni þar sem hlutir eru úr sitthvorri viðartegundinni, t.d. par af einhverju. Endalausir möguleikar! Allir sem taka þátt og mæta með áskorunarverkefni fá nafnið sitt í pott og vinningshafi fær óvæntan glaðning. Sjáumst […]

Lesa nánar
Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 29.11.25

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. Örn sagði frá Þýskalandsferð nokkura félaga. Önnur ferð er á dagskrá á næsta ári og voru 2 sæti laus þegar kynning fór fram. Júlíana fór yfir hárkollustandaverkefnið, en þátttaka hefur verið mjög góð og hafa á fjórða tug standa verið renndir. Frábært framtak og fá félagar bestu þakkir fyrir góða […]

Lesa nánar
Nóvemberfundur - 29.11.25

Þá er loksins komið að næsta fundi, laugardaginn 29. nóvember n.k. kl. 10 árdegis.Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti (við Hraunberg).Minni á að framkvæmdir standa yfir við trésmíðadeildina og félagar gætu þurft að nýta önnur bílastæði í nærumhverfinu. Örn segir frá Þýskalandsferð og Bjarni ætlar að fræða okkur um brýnslu án véla. Við […]

Lesa nánar
Streymi, upplýsingar og góðgerðaráskorun frá sept.fundi - 27.09.25

Hér er upptaka frá septemberfundinum (fundur byrjar á 14:00). Á þessum fyrsta fundi vetrarstarfsins fór Andri yfir algengustu rennijárnin, hlutverk þeirra og notkun. Þessar upplýsingar/upprifjun á járnunum var meðal þess sem óskað var eftir að yrði tekið fyrir á fundi, þegar könnun var send síðasta vor.Einnig var mikið beðið um brýnslu, sem verður tekin fyrir […]

Lesa nánar
Skoða meira

Um félagið

Stofnfundur félagsins var haldinn þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ, Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldinn framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.

Myndir (í vinnslu)

2. október, 2025
30 ára afmælisviðburður - Sýning ljósmynduð

Félagið fagnaði 30 ára starfi í rými Handverks og hönnunar að Eiðistorgi 15.Félagið tók yfir rýmið í 30 daga, allan aprílmánuð ársins 2025.1. - 15. apríl: Vinnustofa í 15 daga, 2 vaktir á dag.Áhugasamir félagar gátu skráð sig og skipt með sér þessum 30 vöktum. Á vinnustofunni stóðu félagar við rennibekkinn, þar sem gestir og […]

Skoða meira
Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.