Félag
trérennismiða
á Íslandi

Skrá þig

Fundir

Fundir eru haldnir í smíðaverkstæði Fjölbrautarskóla Breiðholts við Hraunberg. Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum. Fundirnir eru síðasta laugardag í september, október, nóvember og svo aftur í janúar, febrúar og mars, þeir hefjast stundvíslega kl.10.00 f.h. Í apríl er svo farið í vorferðalag.

Fréttir

Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 30.11.24

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. (fundur byrjar á 8:00, hljóð dettur inn 16:18) Til stóð að fá sýnikennslu frá erlendum rennimeistara en hann þurfti því miður að fresta komu sinni vegna veikinda. Andri bauð upp á stutta og jólalega sýnikennslu í hjámiðjurennslu, þar sem hann renndi jólatré með fimm mismunandi miðjuásum. Nóvemberáskorunin var "Jóla jóla".Flott […]

Lesa nánar
Nóvemberáskorun ´24

Nóvemberáskorunin er að renna eitthvað tengt jólunum. Félagar sem renna eitthvað jólalegt og koma með á nóvemberfundinn (30. nóv) fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi kassa af hráefni frá Sigurði Má og jólagjöf frá Andra. Munið að verkefnið á að vera nýtt (rennt í áskorunarmánuði) og því komið gott […]

Lesa nánar
Streymi og upplýsingar frá októberfundi - 26.10.24

Sveinbjörn kynnti verslunina/efnissöluna Gæðatré (http://www.gtre.is) en þeir bjóða félögum 20% afslátt!Eric sýndi okkur skrefin við að renna snúna stafskál (e. twisted stave bowl). Eric sá þessa hugmynd hjá Gary Asher nokkrum og var í samskiptum við hann meðan hann prófaði sig áfram. Gary mun svo fá sendingu af íslensku sælgæti frá Eric fyrir hjálpina.Fyrir þá […]

Lesa nánar
Októberfundur - 26.10.24

Októberfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 26. september kl. 10 árdegis.Innviðir/Gæðatré verða með kynningu á sínu og Eric Shapow sýnir okkur rennsli: Snúin stafskál (twisted stave bowl).Októberáskorunin er að renna eitthvað á fæti og vinningshafi fær glaðning frá Gæðatré.Kaffi og spjall að venju. Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega […]

Lesa nánar
Skoða meira

Um félagið

Stofnfundur félagsins var haldinn þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ, Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldinn framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.
Allur réttur áskilinn trérennismiða.