Félag
trérennismiða
á Íslandi

Skrá þig

Fundir

Fundir eru haldnir í smíðaverkstæði Fjölbrautarskóla Breiðholts við Hraunberg. Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum. Fundirnir eru síðasta laugardag í september, október, nóvember og svo aftur í janúar, febrúar og mars, þeir hefjast stundvíslega kl.10.00 f.h. Í apríl er svo farið í vorferðalag.

Fréttir

Streymi og upplýsingar frá janúarfundi - 25.01.25

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. Eitthvað vandamál virðist vera á hljóðupptöku. Vegna forfalla stóð Andri við rennibekkinn og sýndi pennarennsli. Fór hann yfir hvaða áhöld eru notuð og sýndi nokkur áhöld sem auðvelda pennarennslið en eru þó ekki nauðsynleg. Tveir pennar fengu sitthvora yfirborðsmeðferðina, þunnt CA lím og Friction polish (lakk). Janúaráskorunin var fuglafóðrari.Áskorunarverkefnið hefur […]

Lesa nánar
Janúarfundur - 25.01.25

Janúarfundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 25. janúar kl. 10 árdegis.Bjarni Þór sér um fræðslu/sýnikennslu.Janúaráskorunin er að renna fuglafóðrara og vinningshafi fær glaðning frá viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur.Kaffi og spjall að venju. Allt áhugafólk um trérennsli er velkomið svo takið endilega með ykkur gesti og/eða látið aðra vita af fundinum.

Lesa nánar
Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 30.11.24

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. (fundur byrjar á 8:00, hljóð dettur inn 16:18) Til stóð að fá sýnikennslu frá erlendum rennimeistara en hann þurfti því miður að fresta komu sinni vegna veikinda. Andri bauð upp á stutta og jólalega sýnikennslu í hjámiðjurennslu, þar sem hann renndi jólatré með fimm mismunandi miðjuásum. Nóvemberáskorunin var "Jóla jóla".Flott […]

Lesa nánar
Nóvemberáskorun ´24

Nóvemberáskorunin er að renna eitthvað tengt jólunum. Félagar sem renna eitthvað jólalegt og koma með á nóvemberfundinn (30. nóv) fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi kassa af hráefni frá Sigurði Má og jólagjöf frá Andra. Munið að verkefnið á að vera nýtt (rennt í áskorunarmánuði) og því komið gott […]

Lesa nánar
Skoða meira

Um félagið

Stofnfundur félagsins var haldinn þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ, Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldinn framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.
Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.