Fréttir

29. september, 2025
Streymi, upplýsingar og góðgerðaráskorun frá sept.fundi - 27.09.25

Hér er upptaka frá septemberfundinum (fundur byrjar á 14:00). Á þessum fyrsta fundi vetrarstarfsins fór Andri yfir algengustu rennijárnin, hlutverk þeirra og notkun. Þessar upplýsingar/upprifjun á járnunum var meðal þess sem óskað var eftir að yrði tekið fyrir á fundi, þegar könnun var send síðasta vor.Einnig var mikið beðið um brýnslu, sem verður tekin fyrir […]

Lesa nánar
21. september, 2025
Septemberfundur - 27.09.25

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti (við Hraunberg) laugardaginn 27. september kl. 10 árdegis.Athugið að framkvæmdir standa yfir við trésmíðadeildina. Félagar gætu þurft að nýta önnur bílastæði í nærumhverfinu. Andri mun standa við rennibekkinn og Júlíana kynnir áhugavert rennt góðgerðarverkefni. Fjölmennum á þennan fyrsta fund tímabilsins 2025-26 og takið endilega með […]

Lesa nánar
5. maí, 2025
Sumarferð trérennismiða

FERÐAKLÚBBUR TRÉRENNISMIÐA undirbýr nú sumarferð 2025. Við endurtökum heimsókn til skógarbænda, áfangastaður er Hrífunes.Þar er umhverfið einstaklega fallegt og vert að skoða.  Skógarbóndinn og samstarfsmenn hans eru í Giljalandi.  Tjaldstæðið er við félagsheimilið Tungusel.  Frjálst er að taka með sér gesti.Ferðin verður frá þriðjudegi 1. júlí til fimmtudags 3. júlí.Mæting er á tjaldstæðinu við Tungusel.  […]

Lesa nánar
24. apríl, 2025
Opnunartímar afmælissýningar

Eiðistorgi 15, í húsnæði Handverks og hönnunar.

Lesa nánar
22. apríl, 2025
Opnun afmælissýningar - 23.apríl kl. 14-19

Opnun sýningarinnar 30 (þrjátíu) fer fram í rými Handverks og hönnunar að Eiðistorgi 15 þann 23. apríl kl 14-19.Sýningin mun svo standa til og með 30. apríl. 24. apríl (Sumardagurinn fyrsti): kl. 14-1725.-30. apríl: kl. 14-18

Lesa nánar
1. apríl, 2025
Streymi - 30 ára afmælisviðburður

Vinnustofan er í beinni á YouTube rás Handverks og hönnunar.Hér er hlekkur á rásina: Handverk og hönnun - YouTube Þegar útsending er í gangi, er rauður hringur og 'LIVE' merki sýnilegt, smellið á merkið til að horfa. (Sjá mynd).Þegar útsendingu lýkur ættu myndböndin að birtast á rásinni, hvert af öðrum.

Lesa nánar
25. mars, 2025
Aðalfundur - 29.03.25

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 29. mars kl. 10 árdegis.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Formanni hafa ekki borist neinar tilkynningar um framboð til stjórnar né tilllögur að lagabreytingum.Fræðsla í boði Bjarna.Kaffi og spjall.

Lesa nánar
6. mars, 2025
Óskum eftir þátttakendum og aðstoðarfólki fyrir afmælissýningu félagsins

Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins mun félagið taka yfir sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi, í 30 daga, allan aprílmánuð. Við byrjum á því að breyta rýminu í vinnustofu, með þeim tækjum og búnaði sem þarf til trérennismíða. Rennibekkur félagsins verður miðjupunktur vinnustofunnar og fyrri hluti aprílmánaðar fer í að renna! Félagar munu þá […]

Lesa nánar
25. febrúar, 2025
Streymi og upplýsingar frá febrúarfundi - 22.02.25

Hér er upptaka frá febrúarfundinum (fræðsla fundar byrjar á 24:40 og hljóð dettur inn á 30:06). Áður en fræðslan hófst kynnti Andri fyrirkomulag afmælissýningar félagsins:Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins verður 30 daga viðburður, allan aprílmánuð, í samstarfi við Handverk og hönnun.Vinnustofa verður sett upp í húsnæði Handverks og hönnunar (Eiðistorgi) og þátttakendum verður […]

Lesa nánar
15. febrúar, 2025
Febrúaráskorun ´25

Febrúaráskorunin er að renna mat (úr tré) Félagar sem renna eitthvað matarkyns og koma með á febrúarfundinn (22. feb) fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi gjafakort tengt mat frá Andra. Sjáumst á renndu hlaðborði!

Lesa nánar
Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.