Félag
trérennismiða
á Íslandi

Skrá þig

Fundir

Fundir eru haldnir í smíðaverkstæði Fjölbrautarskóla Breiðholts við Hraunberg. Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum. Fundirnir eru síðasta laugardag í september, október, nóvember og svo aftur í janúar, febrúar og mars, þeir hefjast stundvíslega kl.10.00 f.h. Í apríl er svo farið í vorferðalag.

Fréttir

Marsfundur 2024 seinkar um viku: 06.04.24

Síðasta helgin í marsmánuði er páskahelgin og er fundi því seinkað um eina viku, til 6. apríl 2024. Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 10 árdegis.Eric ætlar að sýna okkur undirbúningsvinnuna við bútarennsli (segmented turning).Áskorun mánaðarins er penni eða annað skriffæri, sjá nánar hér.Kaffi og spjall svo á sínum […]

Lesa nánar
Marsáskorun

Marsáskorunin er penni (blýantar og önnur skriffæri leyfileg) Félagar sem renna og koma með skriffæri laugardaginn 6.apríl fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi úrval af hráefni í áframhaldandi pennarennsli.

Lesa nánar
Aðalfundur - 24.02.24

Aðalfundur Félags trérennismiða á Íslandi verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 24. febrúar kl. 10 árdegis.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.Önnur mál. Rennsli eða önnur fræðsla í boði Bjarna. Kaffi og spjall. Rétt er að geta þess að núverandi stjórn félagsins gefur öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en öll framboð vel þegin.Eins […]

Lesa nánar
Febrúaráskorun

Febrúaráskorunin er eldhúsáhald. Félagar sem renna og koma með eldhúsáhald/áhöld laugardaginn 24.feb fá nafnið sitt í pott.Vinningshafi verður dreginn á staðnum og fær viðkomandi sérvalda bók með skemmtilegum renniverkefnum.Þakkir fær Handverkshúsið fyrir að leggja til vinning mánaðarins!

Lesa nánar
Skoða meira

Um félagið

Stofnfundur félagsins var haldinn þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ, Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldinn framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.
Allur réttur áskilinn trérennismiða.